the
 
the
þriðjudagur, september 20, 2005
Ég hef víst verið klukkuð af henni Hildi Jónu og á því að segja ykkur frá fimm gagnlausum atriðum um sjálfa mig:

1. Ég byrjaði snemma að gera tilraunir á sjálfri mér og er ein mín fyrsta minning þegar ég hugsaði með mér í eitt skiptið þegar ég settist á koppinn af hverju maður þyrfti að taka niður nærbuxurnar þegar maður pissaði. Sú tilraun endaði að sjálfsögðu með spræni í allar áttir...

2. Ég er enn að gera tilraunir en snúast þær þó orðið um eitthvað aðeins flóknara en klósettferðir. Þessar tilraunir enda þó flestar illa eins og diski/glasi brotnu á gólfinu eða illa saumaðri flík. Kannski er þarna komin skýring á því af hverju mörgum finnst ég vera klaufi. Metið mitt er þó að gera fimm hluti í einu....

3. Mér tekst með ólíklegustum háttum að missa af flugvélum. Gerist u.þ.b. tvisvar á ári. Næ þó að redda mér útúr hlutunum í mörg skipti á sem undarlegastan hátt en stundum fer þó illa og ég fríka út við tékk inn borðið. Einu skiptin sem ég missi stjórn á skapi mínu er þegar ég er stödd á flugvöllum.

4. Ég get legið upp í rúmi og horft á loftið svo tímunum skiptir. Eyði stundum mörgum klukkustundum bara í að hugsa, dagdreyma og gera ekki neitt.

5. Ég hef aldrei átt bíl.

Nú klukka ég Hugrúnu, Silju mína og Sigrúnu Fjeldsted
posted by Thorey @ 17:28  

1 Comments:

At 9:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heheheheheh....algjör schnilld
Kv. albert

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile