sunnudagur, október 09, 2005 |
|
Helgin
var hin besta. Kíkti til Hugrúnar á föstudagskvöldið og við ásamt vinkonum hennar fórum í bæinn. Ég hef greinilega verið eitthvað óheppin með hitt kvöldið í bænum því ekki var ég vör við neinn dónaskap í þetta sinnið og karlmennirnir voru bara kurteisir.
Í gærkvöldi fór ég svo í innflutningspartý til Rakelar vinkonu og var það alveg rosalega kósý kvöld. Gott partý og svo rólegt vinkonuspjall þegar liðið var farið í bæinn. Rakel á alveg yndislegan son og ég læt hérna mynd fylgja með af okkur síðan í vikunni þegar ég kom og við borðuðum þrjú saman.
|
posted by Thorey @ 16:15 |
|
|
|
|
9 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Gaman að heyra í þér í gær.
Ji hvað hann er mikil dúlla :o)
Takk fyrir síðast skvís ! oG p.s. sæt mynd af þér með barnið ;)
Cute kid! Is it yours?
Heheh bíddu hver er þessi útlenski að spyrja um barnið ?? Það er allskonar lið að fylgjast me þér ;)
hehe já Hugrún þetta eru nú meiru vitleysingarnir þessir útlendingar.
This is the son of a grilfriend...
Æðisleg mynd af ykkur, alveg ágæt í mömmu hlutverkinu ;O)
Kv. Eva Lind
...takk fyrir það.... samt held ég nú frekar að það sé Kristófer Erni að þakka að ég tek mig svona vel út með honum. Hann er svo mikið yndi og vill alveg knúsa mann í kaf þótt hann þekki mann ekkert :)
Skrifa ummæli
<< Home