föstudagur, október 28, 2005 |
|
Lítill pelikanafugl
var að hvísla því að mér að það er allt á kafi á höfuðborgarsvæðinu. Hefði nú alveg viljað fá svoleiðis veður á meðan ég var heima því mér finnst það svo kósí. En mér finnst samt sólin betri... en hennar fékk ég að njóta í dag. Hér er 25 stiga hiti og sól. Það er bara algjört sumar og ég skellti mér til Kölnar í spásseríngu.
Ég kíkti í dag á Sport Messe sem er svona íþróttasýning. Ég fór til að hitta manninn sem býr til stangirnar mínar hjá UCS Spirit. Hann Steve Chappell. Konan var þar með honum og spjölluðum við heillengi. Hann gaf mér svo svona mini stöng og hálfa rá sem ég ætla að hengja upp á vegg hjá mér og skrifa markmið 2006 þar við. Þaðan fór ég svo að heimsækja Angi mína í Peek & Cloppenberg en hún er að vinna þar. Keypti sem betur fer ekkert!!
Var að koma heim og Alina ætlar að kíkja í heimsókn. Við ætlum að gráta saman yfir James Blunt... hehe við erum samt ekkert sorgmæddar. Hann er bara svo sorgmæddur greyið en samt frábær.
Hitti annars Íslending í dag!!! Já og það í æfingahöllinni minni. Jakob Sigurðsson (að ég held...). Hann er að spila með körfuboltaliðinu í Leverkusen og þeir voru að æfa í höllinni okkar. Gaman að vita af öðrum Íslending hérna í Leverkusen og aldrei að vita nema maður eigi eftir að rekast oftar á hann. |
posted by Thorey @ 17:22 |
|
|
|
|
5 Comments:
Maður hefði nú ekkert á móti því að hafa sól og gott veður akkurat núna, blindbylur og rok í augnablikinu.
Kveðja
M
Svakalega er gott veðrið hjá þér!!!
Hér er 12 og sól
Annars frábært að heyra að það sé klikkað að gera hjá þér :)
Hei er hann sætur?
Silja
Hehe já já hann er bara alveg ágætur en kannski heldur ungur fyrir mig...
Veist ekki hvað ég er að elska þennan snjó!
Æ lov itt!!
Vildi helst fá að vera úti 24/7...... Verst að hann er orðinn svo þurr og leiðinlegur þyrfti að koma meira svona til að fríska upp á þetta! =O)
Miss you!
Kveðja
Pelíkanafuglinn! ;o)
Skrifa ummæli
<< Home