the
 
the
sunnudagur, október 16, 2005
Þvílíkt gærkvöld!!

Evrópumótaþingið í frjálsum íþróttum var á Íslandi um helgina. Þetta er mjög stórt dæmi og í fyrsta sinn sem það var haldið á Íslandi. Vel tókst til og í gærkvöldi var þinginu slitið og matur og djamm í framhaldi af því. Mér var boðið í kvöldverðinn þótt ég hafi hvergi að þinginu komið. Ég þekki orðið svo marga í kringum sportið að ég þáði boðum með þökkum í þeirri von að hitta einhverja kunningja. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum.... Vá hvað það var gaman. Frábært að vera í kringum þetta fólk og æðislegt að geta verið með því á sínum heimaslóðum og svo líka bara æðislegt að skemmta sér með íslendingum í frjálsum. Gerist nú bara aldrei hjá mér.

Mörgum fannst fyndið hvað það væri stutt á milli staða hérna. Rútuferðirnar vanalega aðeins lengri en hérna í Rvk.
Þegar stigið var upp í rútuna spurði einhver:
"Hey where are we going now?
og þá kallaði ein amerísk:
"Just around the corner..."

Æ þetta er miklu fyndnara þegar maður er þarna og heyrir þetta :)

Svo var ein líka alltaf að segja hvað fólkið væri frábært hérna. Hún upplifði allavega mikla hlýju og vinskap frá öllum og ég held að það sé satt um okkur Íslendinga. Við erum bestu gestgjafar í heimi! Engin spurning!

Já það voru ánægðir útlendingar sem héldu af landi brott í dag. Ég held að FRÍ megi vera stolt af þessarri vinnu sem þeir lögðu í þetta og víst er að þetta kom okkur aldeilis vel fyrir í hugum aðila úr evrópsku frjálsíþróttahreyfingunni.

Svo gat ég krafsað mig inn á nokkur mót því þarna var fullt af mönnum sem eru að skipuleggja stærstu mótin. T.d

-var mér lofað inn á Golden League í Oslo
-var mér boðið á DN Galan í Stokkhólmi á næsta ári. Ég held að mótshaldarinn sé pínu skotinn í mér ;)
-var mér boðið á mjög stórt mót í Birmingham í febrúar
-komst ég í mjúkinn hjá aðal skipuleggjanda stóru mótanna á Bretlandi og sá gaur er erfiður viðureignar. Ef þú móðgar hann einu sinni ertu út í kuldanum forever hjá honum og átt aldrei möguleika á að komast á mót í Bretlandi.
-fékk ég boð af fullt af öðrum minni mótum
Svo
-kynntist ég Karen Locke sem er umboðsmaður margra stangarstökkvara og gott að þekkja upp á frekari sambönd
-kynntist ég fullt af öðru skemmtilegu fólki

Síðast en ekki síst skemmti ég mér konunglega með henni Unni Elsku :)

Að lokum:
ÞAÐ ER KOMIN INNANHÚSS FRJÁLSÍÞRÓTTAHÖLL Á ÍSLANDI!!!!!
fékk að skoða í gær og lítur hún frábærlega út
posted by Thorey @ 19:19  

4 Comments:

At 1:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að þetta hafi verið svona gaman- úff nú fæ ég smá eftirsjá, nei djók hefði hvort sem er komið út eins og lúði ;) EN já frábært að koma sér upp samböndum og fá góðan mat og skemmtun í leiðinni:)

 
At 2:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei hvernig lítur höllin út.. er hún með svona banked brautum eða? Hafðu það annars gott.. kveðja frá Athens!!
Eyja

 
At 11:07 f.h., Blogger Thorey said...

já kvöldið var alveg frábært Hugrún :)

Brautin er með hallandi beygjum en það er samt ekki eins mikill halli í þeim eins og er vanalega. Veit ekki hvernig það mun koma út fyrir spretthlaupara. Vonandi þó löglegt og í lagi.

 
At 8:22 e.h., Blogger Hildur said...

Spennó :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile