the
 
the
mánudagur, október 24, 2005
Dagur 1

Þá er dagur 1 á enda. Það var mjög gaman að hitta alla aftur og ég fékk ekkert smá sætar viðtökur hérna. Angi og Sebastian, þau sem búa með mér, höfðu sett blóm á borðið mitt og skrifað sætan miða með og svo var ég mjög hissa á að heyra umboðsmanninn minn segja við mig í dag "Gut dass du hier wieder bist, die Sonne scheint immer auf wenn du in die Halle kommst" Ekki leiðinlegt að fá svona skemmtileg og óvæntar athugasemdir :)

Æfingar gengu bara vel dag, stökk aðeins á 6 skrefum og var það æði. Svo var lyft og farið í sund til að taka spretti. Já við tökum sprettæfingu ofan í sundlaug. Mjög gaman.

Ég er með nýja æfingafélaga og leggst veturinn mjög vel í mig. Svo jákvætt og skemmtilegt fólk í kringum mig og svo er ég nú bara næstum heil og get æft!! jibbbbbí
posted by Thorey @ 19:06  

5 Comments:

At 12:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt að allt gengur vel hjá þér og lífið er gott. Svoleiðis á það að vera.

 
At 5:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ Þórey
Gaman að heyra að allt gangi vel hjá þér. Takk fyrir kveðjuna á barnalandi. Ég og Lovísa Björk erum þessa dagana alltaf úti að ganga og finnst henni það voðalega gaman og verður hún að öllum líkindum mikil útistelpa :) Sjáumst vonandi einhvern tímann á hlaupabrautinni.
Kveðja
Eva Dögg og family

 
At 5:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta spæta!
Gott að allt gengur vel og tók vel á móti þér! =O)
En fyrir okkur sem skiljum ekki alveg þýsku....... =O(
Gott að þú ert komin hingað sólin skein þegar þú komst inn í höllina?
nei djók ég kann ekkert í þýsku nema telja svo þú mátt alveg segja mér hvað þetta þýðir!
Miss you!
kv
Rakel prakkari og Kristófer

 
At 6:13 e.h., Blogger Thorey said...

Vá hvað það er gaman að heyra frá ykkur Einar Karl og Eva Dögg. Það væri gaman að hitta ykkur bæði sem fyrst á brautinni, eða jafnvel utan hennar :)

Prakkarinn minn, lærðir þú ekki þýsku í mörg ár....? Þú varst með þetta bara næstum alveg. Hann sagði semsagt: "Gott að þú ert komin, sólin kemur alltaf upp þegar þú kemur inn í höllina" Sætt eða?

Maður á eiginlega ekki að venjast svona fallegum setningum af klakanum. Mér finnst fólk hérna miklu opnara um tilfinningar sínar heldur en heima og ófeimnara við að vera væmið. Svona eins og kaninn...

 
At 7:43 f.h., Blogger Hildur said...

Ekkert smá sætt það sem hann sagði. Hann hefur líka alveg rétt fyrir sér.

Knús og kossar frá Árósum

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile