fimmtudagur, október 20, 2005 |
|
Kreisí vika!
Vikan er búin að fara í þetta:
Ég er er búin að þjappa jarðveg og fá drulluna upp í mig, gera tilraun reynolds og kanna seigju vökva og á morgun geri ég svo enn einu tilraunina. En svo er nú farið að síga á seinni hluta fríisins þetta árið því á sunnudaginn fer ég aftur til Þýskalands.
Helgin fer því í skólann og svo verður fjölskyldumatarboð, innflutningspartý, vinkonu brunch og svo útskrift hjá Hlín pín. Þannig fullt af stuði framundan :)
En núna ætla ég að skella mér i Laugar og taka aðeins á því áður en ég fer í sjúkraþjálfun.
Annars var tekið mjög sérstakt viðtal við mig í gær. Hún Ellý Ármanns spáði í mig og það mun birtast í Helgarblaði DV um helgina. Ég hef aldrei farið til spákonu eða látið spá fyrir mér svo þetta var mjög forvitnilegt. |
posted by Thorey @ 16:15 |
|
|
4 Comments:
What's that all about?
Bögg að sjá ekki blaðið um helgina...
Hæhæ. Sá DV í gær og fannst þú koma mjög vel út. Reyndar fannst mér Ellý voða lítið spá- þetta var mest viðtal við þig en viðtalið var mjög gott :) En já eflaust ertu núna í vélinni á leið út svo ég segi bara velkomin til Þýskalands og endilega komdu fljótt aftur !
Já ég hélt það kæmi meiri spádómar. Þetta er greinilega bara svona "grín" spá með viðtali.
Já ég hlakka til að koma heim aftur og vera búin í prófum. Oh ein af bestu tilfinningum að labba útúr síðasta prófinu.
Skrifa ummæli
<< Home