sunnudagur, október 23, 2005 |
|
Back to Liver Cousin
Útferð gekk vel fyrir utan vonda rússakarlafýlu í flugvélinni en það voru svona 20-30 rússar í vélinni og ég sat í miðjum hópnum.
Ég fór með fullt af fiski með mér og er strax búin að henda í einn frumsamin rétt inn í ofni. Lax með kúskús ofan á í kryddblöndu sem ég mallaði saman. Borða eftir smá svo ég get ekki upplýst ykkur núna um árangurinn.
Helgin var mjög róleg og svaf ég heilan helling enda erfið vika að baki. Á föstudaginn gerði ég aðra tilraun í Straumfræði og hérna kemur eins gellumynd af verðandi verkfræðikonum en þessar fengu að mæla og rannsaka kjörrennsli. Apparatið sést fyrir aftan.
|
posted by Thorey @ 16:20 |
|
|
1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home