the
 
the
sunnudagur, október 30, 2005
Læriletin

er þvílíkt að koma aftan að mér núna. En vá hvað ég naut hennar... Öll vikan fór bara í æfingar, svefn og ég las meira að segja bók. Ég las bókina "Þú ert það sem þú borðar" og er hún alveg frábær. Kannski ekki fyrir mig að fara eftir öllu í henni heldur bara fínt að fá ráð við hinu og þessu eins og hugmyndir að fjölbreyttara mataræði. Maður á víst að blanda sér grænmetisdrykki og borða helling af fræjum.

Í gærkvöldi fór ég með fiskirétt til Alinu og setti hann í ofninn þar. Hrikalega gott þótt ég segji sjálf frá :) Snilldaruppskrift frá mömmu:
Marinering:
hýði af 1 lime
safi úr 2-3 lime
2 hvítlauksrif - maukuð
2 teskeiðar kryddað sinnep
1- 1/2 teskeið púðusykur
c.a 1 bolli ólífuolía

lúðan í eldfast mót og vökvinn látinn liggja á í 1-3 klst en það fer eftir tímanum sem maður hefur.
8-10 mín í 200 gráðum heitum ofni

Salta eftir á á disknum

Gott að hafa sýrðan rjóma með sem er kryddaður (ég var reyndar með hreinan en skar niður gúrku og setti hana í og saltaði og pipraði. Setti líka pínu lime safa í hann) og svo auðvitað salat. Svo er gott að hafa steiktar kartöflur á pönnu (fyrst að sjóða þær aðeins) og krydda þær.

UMMMMMMM Algjört lostæti!! Við erum að tala um að Alina getur ekki hætt að tala um þennan rétt. Nú er ég bara besti kokkur í heimi í hennar augum .. verst að ég hafi ekki verið að elda fyrir karlmann..... en jæja, bíður betri tíma, fínt að vera búin að æfa sig ;)

Við horfðum svo á Love Actually og vældum og vældum. Æðisleg mynd.

Annars er ég orðin frænka aftur... Stássa var að eignast hvolpa. Hún átti 2 tíkur og 2 rakka. Öllum heilsast vel :)
posted by Thorey @ 21:36  

1 Comments:

At 10:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile