the
 
the
föstudagur, nóvember 04, 2005
Já já ágætis dagur bara..

Ég vissi að dagurinn yrði betri en svona leiðindadagar verða bara að vera inn á milli svona. Annars væri lífið of skemmtilegt!

Það er víst kominn nýr klukkuleikur á kreik og var það hún Rakel sem klukkaði mig. Hér kemur það:

núverandi föt: er í gallabuxum og svörtum bol
núverandi skap: ágætt
núverandi hár: ljóst niður undir eyru
núverandi pirringur: höfuðverkurinn
núverandi lykt: intense, boss
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: læra
núverandi skartgripir: þríkrossinn
núverandi áhyggja: hlauppokinn sem ég var að borða en ég þarf að hlaupa 5x200 á morgun og tilhugsunin um hlauppokann þá á eftir að láta mér verða meira óglatt en venjulega
núverandi löngun: rúmið mitt
núverandi ósk: læt ekki upp, óskin er í hjartanu....
núverandi farði: smá púður, sólarpúður, maskari og brúnn augnskuggi
núverandi eftirsjá: þær eru nokkrar..
núverandi vonbrigði: margt og mikið og ekkert....
núverandi skemmtun: góð bíómynd
núverandi ást: lífið sjálft og þeir sem tengjast mínu eigin
núverandi staður: Leverkusen
núverandi bók: Þú ert það sem þú borðar
núverandi bíómynd: Love Acutally
núverandi íþrótt: Stangarstökk
núverandi tónlist: James Blunt
núverandi lag á heilanum: Goodbye my Lover með James Blunt
núverandi blótsyrði: Scheise
núverandi msn manneskjur: 57
núverandi desktop mynd: gullfoss í klakaböndum. Mynd sem pabbi tók síðasta vetur.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: að horfa á Italian Job
núverandi manneskja sem ég er að forðast: stundum allir, stundum enginn
núverandi dót á veggnum: hluti úr rá og mini stangarstökksstöng. Við hliðina er ég búin að tússa markmið mitt fyrir 2006

Ok þá klukka ég Hugrúnu, Silju Úlfars, Sigrúnu Fjeldsted, Eyju og Hildi mína í Danmörk.
posted by Thorey @ 20:23  

3 Comments:

At 9:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 11:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hi Thorey, it would be really nice if you could translate a little bit of what you're writing to english.

all i got, I think;), is that your favorite movie is Love Acutally and your favorite singer is James Blunt.

thank you and have a great weekend!

URi

 
At 9:44 e.h., Blogger Hildur said...

Búin að lesa þetta og bregðast við kalli þínu.
Ps. Stebbi bað að heilsa þér :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile