the
 
the
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Die Luftbrücke

Ég veit ekki hversu mörg ykkar vita eitthvað um sögu Þýskalands. Það var mjög áhugaverður framhaldsþáttur í sjónvarpiu um daginn. Þessi þáttur (2 hlutar og hvor hlutur um 2 og hálfur tími) var um Die Luftbrücke eða Loftbrúna. Það var ekki nægjanlega lagt á fólk með stríðinu eingöngu heldur er hreint ótrúlegt hvað það dróg langan dilk á eftir sér. Eftir stríð var Berlín deilt í 4 hluta. Frakka, Englendingar, Ameríkanar og Sovétar réðu yfir einum hlut hver. Sovétar börðust fyrir því að Vestur-Berlín yrði ekki gerð að svokölluðum Weststaates heldur vildu sjálfir ráða yfir borginni. Stalín lokaði þá bara V-Berlín af og var engu komið inn eða út úr borgarhlutanum og þar að auki var enginn rafstraumur.

Berlínbúar gáfust samt ekki upp og stjórnuðu ameríkanar innflutningi inn í borgina með flugvélum eða "Rosinenbombers". Var mat einfaldlega kastað úr flugvélum sem sveimuðu yfir borgina. Á þessum tíma bjuggu 2,2 milljónir manna í borginni svo það er rétt hægt að ýminda sér hverslags framtak þetta var. Fólk stóð saman í að láta ekki Stalín komast upp með slíka kúgun og að lokum, nánar tiltekið 15 mánuðum seinna, gafst hann upp og borgin var opnuð á ný.

Sel þetta samt ekki dýrara en ég keypti það þar sem þýskan mín er nú ekkert alveg orðin hundrað prósent :)
Fannst þetta samt áhugavert því ég hef hreinlega aldrei heyrt um þennan atburð. Fjöldi fólks sem dó úr hungri þrátt fyrir að flugvélar flugu þétt og var oft aðeins 1 mín á milli flugtaks.

Annars hef ég það bara ágætt. Er að koma heim eftir tvo daga og er bara á fullu að pakka og klára hluti sem þarf að klára. Jólagjafir og annað. Æfði annars svakalega í dag. Fullt hoppprógramm í morgun og svo 20x30m fljúgandi spretti með rafmagnstímatöku í dag.

Í dag er stór dagur í sögu frjálsíþrótta á Íslandi. Fyrsta frjálsíþróttahöllin var opnuð og í fyrsta sinn verður hægt að æfa almennilega heima. Hlakka til að kíkja við og taka næst þessa 30m fljúgandi á Íslandi :)

Til hamingju frjálsíþróttafólk!!!!!!!!
posted by Thorey @ 23:27  

2 Comments:

At 11:17 f.h., Blogger Hildur said...

Já til lukku öll með höllina (veit samt ekkert um hvaða höll er verið að tala því ég er eins og álfur út úr hól með allt á Íslandi)...

Góða ferð heim á skerið og mundu eftir að blogga áfram fyrir mig. Hlakka svo til að heyra í þér :o)

 
At 4:10 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Til hamingju sömuleiðis - þetta er ÞVÍLÍKUR munur!

Sjáumst í höllinni!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile