| 
                        
                          | fimmtudagur, nóvember 24, 2005 |  
                          |  |  
                          | Veðrið 
 er verra hér en á Íslandi!  Og er spáð svoleiðis alla vikuna.  Hvað er að gerast eiginlega....
 Ég held ég komi bara heim.
 Annars væri ég sko mest til í að stinga af til Tenerifa í 2 vikur eða svo.  Bara sól, sjór og leti.
 
 Það gengur samt alveg ágætlega hjá mér.  Fékk enn eina sprautuna í öxlina í gær, beint í sinina framan á rotator.  Læknirinn sagði að kúlan stendur aðeins og mikið fram en ekki beint á disknum.  Mér fannst það nú ekkert alltof gaman að heyra en ég get bráðum farið að styrkja hana alla aftur frá byrjun með allskonar smáæfingum og þá ætti hún að festast á réttum stað.
 
 Í fyrradag eldaði ég fyrir lækninn minn, konuna hans, Tim og Alinu íslenska lúðu í lime marineringunni sem ég var búin að skrifa hérna einhvern tíma upp.  Tókst hrillilega vel og allir voða ánægðir með íslenska fiskinn.  Enda besti fiskur í heimi!!
 |  
                          | posted by Thorey @ 08:27   |  
                          |  |  | 
5 Comments:
Hæ Þórey
Gott að heyra að öxlin er að koma til.
Þú ert orðin býsna öflug að elda þykir mér. Dálítið skondið þegar ég hef farið inn á þína síðu undanfarið hugsa ég ósjálfrátt hvaða uppskrift ætli þórey bjóði upp á núna.
Kv. Heiða
hehehe já þetta fer að breytast í uppskriftarsíðu Þóreyjar....
Ég eldaði rosa góða súpu í dag. Með linsubaunum, pulsum, kartöflum, lauk, gulrótum, ferskri steinselju, grænmetiskrafti, salti og pipar, soyja sósu og balsamico. Eitthvað ekta þýskt. Var hrikalega gott :)
Gaman að þessu!!! Þórey komin með vinnu eftir íþróttirnar...
Íþróttakokkurinn Þórey Edda!!! Hljómar bara nokkuð vel :o)
Hæ hæ Þórey,
Er á leiðinni til Kölnar helgina fyrir jól. Verður þú enn á svæðinu??? Það er hörku hópur að fara og væri gaman ef þú kæmir að hitta okkur.
Kv, Íris Ósk
Hæ Íris
Nei því miður þá verð ég farin heim :( Fer heim eftir aðeins eina viku.
Ég hefði pottþétt komið og hitt ykkur samt en vonandi að það gerist bara aftur bráðlega að þið farið til Kölnar.
Bömmmmmer
Skrifa ummæli
<< Home