the
 
the
laugardagur, nóvember 26, 2005
Baby baby baby light my way....

Já U2 er kominn aftur á fóninn. Þeir klikka aldrei. Lang lang lang lang bestir!!!!

Það er semsagt laugardagur og letin í hámarki. Hér bara snjóar og snjóar og dagurinn er varla kominn þegar hann er farinn. Bara nákvæmlega eins og heima. Ég lét mig þó hafa það (eins og allir frjálsíþróttamenn gera á Íslandi á hverjum degi) og hljóp 5x200 úti. Hressandi! Það var nú samt ekki meira hressandi en það en ég fór beint upp í rúm aftur þegar ég kom heim og steinsvaf. Það sem kom mér framúr aftur var hugsunin um að setja núna Achtung Baby á fóninn og kaffibolli. Ég er ekkert frá því nema það sé að virka. Ætla að setja kraft í mig og taka til :) Læra svo að sjálfsögðu. Annars eru litlu gríslingarnir mínir að koma í kvöld (Silke og Floé) því Danny og Lars eru að fara að keppa í dýfingum og það verður í sjónvarpinu. Við stelpurnar ætlum semsagt að horfa á sigurinn þeirra hérna og borða Nachos....

Í gærkvöldi gerði ég dálítið sem ég geri nú ekki oft eða réttara sagt bara einu sinni gert það áður. Fór á danssýningu hjá nútíma balltetflokki í Köln. Fór með Eddu sem er stelpa sem ég kynntist í gegnum Alinu. Sýningin hét Signs of Fire og var bara fín. Æðislegt að sitja og njóta bara í botn. Kom svo bara snemma heim eða um 22 en þá var fullt hús hjá Sebastian í videokvöldi. Myndin var akkurat að byrja þegar ég kom svo tímasetningin hefði ekki getað verið betri. Þessi mynd var nú samt bara hreinlega ljót. Svona eins og ömmur myndu orða það. Já ljót!! Þetta var myndin "The Exorcism of Emily Rose" Svo dreymdi mig auðvitað upp úr henni í nótt.

Hugrún setti texta á síðuna sína úr bókinni "The lifes little instructions book"og ég ætla að nota nokkrar setningar hérna af og til. Mér finnst mikið af þessu rétt og eitthvað sem maður ætti að tileinka sér.

-Hældu þremur manneskjum á dag

-Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári

-Vertu fyrri til að heilsa

-Leggðu meira upp úr húsnæði en bílum

-Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálum þér og öðrum
posted by Thorey @ 14:31  

2 Comments:

At 1:35 e.h., Blogger Hildur said...

Hihihi ég þarf greinilega að fara bæta mig.
Ég heilsa aldrei fólki að fyrra bragði. Ekki það að ég vilji ekki heilsa bara geri það ekki. Ætla samt að bæta það.
En ég reyni alltaf að vera dugleg að hrósa fólki enda elska ég að fá hrós til baka :o)
Er að tala við þig á Msn núna...svo ég bið bara að heilsa þér þar...

 
At 7:53 f.h., Blogger Unknown said...

qzz0623
fitflops sale
bucks jerseys
nike shoes
ugg outlet
hermes birkin
true religion jeans
chopard jewelry
fitflops
air max 97
christian louboutin shoes

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile