the
 
the
laugardagur, júlí 31, 2004
æ ég nenni ekki að blogga núna....
posted by Thorey @ 20:59   4 comments
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Ég setti inn nokkrar myndir frá vetrinum á thorey.net
posted by Thorey @ 18:09   2 comments
sunnudagur, júlí 25, 2004
Þá er ég stödd heima en ég var að keppa á Meistaramóti Íslands í dag.  Mér gekk bara vel, var á mjög mjúkri stöng þar sem ég var ekki með mínar stangir með mér og var bara rétt búin að fara 4,41 með 10 skrefa atrennu sem er nánast engin atrenna.  Fór 4,20 og vann og því markmiði dagsins náð.  Við FH-ingar erum Íslandsmeistarar í liðakeppninni :)

Ég keppti líka á föstudagskvöldið í Þýskalandi.  Þar var ég á fullri atrennu en það var mótvindur.  Ég ákvað þó að prófa nýja stöng sem er þó frekar mjúk en það er stöng sem ég þarf líklega að byrja á í Aþenu.  Hún passaði ekki fyrir mig þarna og ég felldi 3x4,30 og fór því bara 4,20.  Lenti í 3.sæti en Carolin Hingst vann með 4,30 (hún fór 4,66 síðastliðinn miðvikudag).  Augljóst að við vorum ekki í stuði og mótvindurinn var ekkert mjög að hvetja okkur áfram.  En þetta var góð æfing og ég prófaði stöngina.

Ég fer svo aftur til Þýskalands á morgun en keppi í London á föstudaginn.  Síðasta mótið fyrir Aþenu verður svo í Posnan, Póllandi þann 8.ágúst en ég kem ekki heim á Bikar þetta árið heldur ætla ég algjörlega að einbeita mér að mínum undirbúningi.  Ég vona að þið skiljið það, ég mundi gjarnan vilja koma en ég tek enga sjénsa svona stuttu fyrir leika.  Til Aþenu fer ég svo 17.ágúst.
posted by Thorey @ 19:11   2 comments
sunnudagur, júlí 18, 2004
BÆTTI MÉR Í 4,60 HÓPINN
Ég trúi varla að ég loksins komin upp í þessa hæð.  Ég hef lengið vitað að ég gæti þetta en að það sé loksins búið að sanna sig, trúi ég varla.  Ég verð bara að passa mig á að fara nú ekki að setja í bakkgírinn heldur að halda mér bara í drive-inu...
 
Ég tala um Spánarferðina í heild sinni á www.thorey.net
posted by Thorey @ 16:41   15 comments
sunnudagur, júlí 11, 2004
Jahérna!!!!
Litla systir hans Richis, Silke sem er 18 ára, gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti á þýska meistaramótinu og náði í leiðinni lágmarkinu á Ólympíuleikana með því að stökkva 4,40. Carolin Hingst vann með 4,50 og tvær voru jafnar í 3.sæti: Floe Kuhnert og Martina Strutz, þær fóru 4,20. Floe var áður búin að stökkva 4,40, sem ér lágmarkið fyrir konur, svo að hún ætti að fá að fara. Nastja Rysjih stökk aðeins 4,10 og missti því líklega af miðanum sínum á ÓL en hún var líka búin að fara 4,40 áður.

Silke að fara á ÓL!!!!
posted by Thorey @ 14:59   4684 comments
laugardagur, júlí 10, 2004
Ég setti saman smá skemmtilegheit um sögu stangarstökksins.
Hér má lesa það.

Annars eru úrslitin ljós. Danny vann með 5,70, Lars annar og Tim þriðju með sömu hæð en fleiri tilraunir á bakinu. Richi, vini mínum, gekk ekki vel. Stökk bara 5,40 og lenti í 6.sæti. Hann var að sjálfsögðu mjög leiður yfir því en hann var búinn að ná lágmarkinu á ÓL og þurfti bara að ná topp 3 á mótinu í dag til að fá miðann til Aþenu í hendurnar. Vá hvað þetta er svekkjandi fyrir hann. Ég er svo fegin að vera frá Íslandi og þurfa ekki að fara í svona úrtökumót fyrir ÓL. Ég bara þarf að ná lágmarki og þá er minn miði í höfn, sem hann er jú orðinn.
posted by Thorey @ 20:29   0 comments
Þá er það ljóst, efstu þrír eru Danny Ecker, Lars Börgeling og Tim Lobinger. Richi fer þvi líklega ekki í ÓL og er það svekkjandi þó held ég að honum sé meira sama en mér... hann er eitthvað svo alltof easy going, pirrandi!
posted by Thorey @ 16:36   0 comments
Ég er að fara úr grasrótunum (eða hvað það heitir) af spenningi. Strákarnir eru að stökkva á þýska meistaramótinu en bara 3 efstu fá að fara á ÓL. Staðan er þessi eins og er:

1 Börgeling, Lars
TSV Bayer Leverkusen (Jg. 79) - - - xo o 5.60
3 Lobinger, Tim
ASV Köln (Jg. 72) - - - o xo 5.60
4 Otto, Björn
LAV Bayer Uerdingen/Dormagen (Jg. 77) - o - o - - 5.50
5 Ecker, Daniel
TSV Bayer Leverkusen (Jg. 77) - - - xo - 5.50
5 Schulze, Fabian
LAZ Salamander (Jg. 84) - o - xxo o 5.50
6 Spiegelburg, Richard
TSV Bayer Leverkusen (Jg. 77) - - o - xx- 5.40
7 Osei Tutu, Marvin
ABC Ludwigshafen (Jg. 81) - o xo xxx 5.40


Og staðan er alls ekki nógu góð fyrir Richi karlinn...
SHITTTT
posted by Thorey @ 16:32   0 comments
föstudagur, júlí 09, 2004
HILDUR, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.... i gær. Ég mundi eftir 7.júlí en svo er bara allt í einu kominn 9.júlí... sorrý. Ég vona að dagurinn hafi verið hinn besti.
posted by Thorey @ 07:22   1 comments
miðvikudagur, júlí 07, 2004
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KARLOTTA!!´
Ég vona að þú sért farin að jafna þig eftir fæðinguna.
Njóttu dagsins með dúllunni þinni :)
posted by Thorey @ 08:18   0 comments
mánudagur, júlí 05, 2004
Ég keppti á Krít og eigum við nokkuð að vera að ræða það neitt nánar.... (hér)

En ég komst á ströndina í dag og vá hvað það var gott að koppla sig aðeins út úr stönginni og stressinu. Smá svona headbreak, ef mér leyfist að búa til nýtt orð. En eins og týpískur Íslendingur, brann ég frekar illa og þar á meðal í framan. Ekki stolt, ég sem er duglegust allra að bera á mig sólarvörn enda guðs lifandi hrædd við þetta blessaða húðkrabbamein. Málið var að ég átti bara til vörn númer 10 eða vörn númer 65 og getið hvora ég valdi.. Ég er með mjög slæma fæðigabletti á maganum og á bakinu sem ég set alltaf 65 vörn á en enda alltaf á því að dreifa henni á mig alla. Í þetta sinn var ég búin að kaupa heftiplástur til að setja yfir blettina svo ég gæti notað minni vörn. Núna er ég með svona hvíta ferkantaða bletti útum allan búk en brunnin á bringunni, maganum og í andlitinu. Afgangurinn af mér er nú samt bara að verða nokkuð brúnn skal ég segja ykkur.
posted by Thorey @ 22:30   3 comments
laugardagur, júlí 03, 2004
Oh þeir þurftu að taka jump-off eða umspil svokallað. Þeir voru nefninlega 2 í fyrsta sæti. Vanalega þarf nú ekki að fara í svona heldur þeir bara 2 sigurvegarar. Richi endaði í 2.sæti sem er nú líka alveg frábært. Sigurvegarinn var Alexander Avberbuch frá Ísrael og Evrópumeistari frá 2002
posted by Thorey @ 07:30   0 comments
föstudagur, júlí 02, 2004
Richi, æfingafélagi minn, var í þessum skrifuðu orðum að vinna Gullmótið í Róm!!!! Ekkert minna takk fyrir. Hann er svona kanínan í hópnum, sá sem enginn trúir á... og svo tekur minn sig bara til og vinnur alla stóru kappana. Eins og þulurinn á eurosport sagði: "þetta er jafn líklegt og að fá jól og páska á sama tíma".. hehheheh
Til hamingju Richi :)
posted by Thorey @ 21:14   0 comments
Ég er að fara að keppa á Krít á sunnudaginn og ég fer ekki tilbaka fyrr en á mánudagskvöld. Þannig að ég hef eitthvað af mánudeginum til að eyða á ströndinni:) Hlakka ekkert smá til. Ég fór þess vegna í HogM í dag til að kíkja á bikini. Ég skelli mér með nokkur stykki inn í mátunarklefann og eftir svolitla stund sé ég andlit gæjast þar inn. Þá var bara gaurinn sem var með gellunni í næsta klefa bara að aðeins að virða fyrir sér umhverfið. Mátunarklefarnir eru hreint ömurlegir þarna þar sem þetta eru hurðar sem eru frekar lágar og auðvelt þar af leiðandi að gæjast yfir. Ég lét hann að sjálfsögðu heyra það á minni nútímaframburðar þýsku.. "Hey, kein gucken hier!!" Hann varð nú frekar vandræðalegur og var fljótur að forða sér í burtu. Til gamans má geta að ég fann eitt par af bikiníum og verð aðal gellan á ströndinni á mánudaginn :))
posted by Thorey @ 18:44   0 comments
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Já mín átti bara afmæli í gær, ótrúlegt en satt. Einhvern veginn finnst mér ég aldrei eiga afmæli en mér finnst alltaf vera jól.. Dagurinn var bara finn. Fór á tækniæfingu og hún gekk frekar vel. Ég hef ekki getað tekið tækniæfingu í langan tíma (mánuð) útaf hásininni svo ég er fegin að vera að komast á skrið aftur. Um kvöldið eldaði ég svo alveg svakalega góðann kjúklingarétt sem kallast Grískur kjúklingaréttur með fetaostasósu...ummmm Heppnaðist bara mjög vel og ég hreinlega held að mér sé að fara fram í eldamennsku!!!

Ég er með bíl í nokkra daga. Ég keyrði Rens og Lars útá flugvöll í morgun og fæ að nota bílinn hans Rens á meðan hann er í burtu. Ég ætla að fara út í búð og hlaða mig af mat og kaupa kannski stereogræjur svo ég geti farið að hlusta á útvarp og geisladiskana mína. Annars er ég komin með tölvu svo kannski hef ég ekkert að gera við þetta drasl. Æ, ég pæli í því.
posted by Thorey @ 12:56   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile