the
 
the
föstudagur, apríl 27, 2007
Staðan
Ég er stödd heima á Íslandi að læra fyrir 3 próf í verkfræðinni. Þetta eru síðustu prófin mín í B.s - inum svo það gæti farið svo að ég útskrifist núna í júní :)

Ég var 4 daga á heilsuhæli í síðustu viku. Þetta er svona næringarfræðisheilsuhæli... Maður sem tekur íþróttamenn til sín og kennir þeim nákvæmlega hvað best sé að setja ofan í sig miðað við þyngd, hæð og grein. Þetta var mjög áhugavert en vá hvað mér leiddist. Ég var þarna með Silke og ég sem hélt í byrjun vetrar að ég væri bara stödd á sama stað í lífinu og þessir ungu krakkar sem ég er að æfa með en NEI. Úff ég er komin með meira en nóg af þeim eftir veturinn. Sem betur fer hef ég meiri þroska (þótt ég segji sjálf frá) en þau. Ég hélt ég hefði verið svo þroskuð á þeirra aldri en greinilega ekki. Það er víst munur á 21 árs og 29 ára fólki...
Semsagt þetta var lærdómur vetrarins hjá mér :)

Æfingalega séð er staðan alltílæ. Mætti vera betri en fer batnandi á ný núna eftir rólegar tvær vikur. Ég ákvað að hvíla hásinina alveg í 2 vikur og lagaðist hún eitthvað við það. Ekki nóg samt. Ég er samt farin að hlaupa á ný og vá hvað lyftingarnar eru að redda mér. Það er langt síðan ég hef verið svona sterk og það er að skila sér beint í hlaupin. Verð fljót að ná upp hraða að nýju.

Fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn sem er stærðfræðigreining 4. Síðan er það húsagerð þann 5.maí og síðasta prófið er vega og flugbrautargerð þann 10.maí. Þá verður sko brosað í viku!!

Ætla að fara í háttinn. Vakna snemma á morgun að læra.
posted by Thorey @ 22:39   12 comments
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Á heilsuhaeli...

Staddar i thyskri sveitasaelu hjà naeringarfraedingi i endurhaefingarbudum. Vid austurisku landamaerin vid baeinn Kempfen
posted by Thorey @ 14:45   0 comments
föstudagur, apríl 06, 2007
ÆFINGABÚÐAFRÉTTIR OG MYNDIR ERU Á thorey.net
posted by Thorey @ 19:44   3 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile