föstudagur, apríl 27, 2007 |
Staðan |
Ég er stödd heima á Íslandi að læra fyrir 3 próf í verkfræðinni. Þetta eru síðustu prófin mín í B.s - inum svo það gæti farið svo að ég útskrifist núna í júní :)
Ég var 4 daga á heilsuhæli í síðustu viku. Þetta er svona næringarfræðisheilsuhæli... Maður sem tekur íþróttamenn til sín og kennir þeim nákvæmlega hvað best sé að setja ofan í sig miðað við þyngd, hæð og grein. Þetta var mjög áhugavert en vá hvað mér leiddist. Ég var þarna með Silke og ég sem hélt í byrjun vetrar að ég væri bara stödd á sama stað í lífinu og þessir ungu krakkar sem ég er að æfa með en NEI. Úff ég er komin með meira en nóg af þeim eftir veturinn. Sem betur fer hef ég meiri þroska (þótt ég segji sjálf frá) en þau. Ég hélt ég hefði verið svo þroskuð á þeirra aldri en greinilega ekki. Það er víst munur á 21 árs og 29 ára fólki... Semsagt þetta var lærdómur vetrarins hjá mér :)
Æfingalega séð er staðan alltílæ. Mætti vera betri en fer batnandi á ný núna eftir rólegar tvær vikur. Ég ákvað að hvíla hásinina alveg í 2 vikur og lagaðist hún eitthvað við það. Ekki nóg samt. Ég er samt farin að hlaupa á ný og vá hvað lyftingarnar eru að redda mér. Það er langt síðan ég hef verið svona sterk og það er að skila sér beint í hlaupin. Verð fljót að ná upp hraða að nýju.
Fer í fyrsta prófið mitt á mánudaginn sem er stærðfræðigreining 4. Síðan er það húsagerð þann 5.maí og síðasta prófið er vega og flugbrautargerð þann 10.maí. Þá verður sko brosað í viku!!
Ætla að fara í háttinn. Vakna snemma á morgun að læra. |
posted by Thorey @ 22:39 |
|
|
|
|
12 Comments:
Gangi þér vel í prófunum - ef að þú ert að læra upp í skóla þá endilega láttu mig vita. Ég er þar öllum stundum;) við gætum kannski fengið okkur hádegismat saman eða kaffitíma:)
Gangi þér vel í greiningunni, og mundu að skilja breytistaerða að. Alltaf. Jafnvel þegar þess er ekki krafist :)
Er Silke annars jafn leiðinleg og krakkarnir sem þú greinir frá? Náði sjálfur tali af henni í gautaborg í fyrrasumar (á evrópumeistaramótinu), og fannst hún hin æðislegasta persóna...
Gangi þér vel í prófunum. kv ingvar ari
Sæll nafnlaus = líklega Bjössi M
Vil nú ekki alveg taka svo djúpt í árina og segja að Silke sé leiðinleg. Bara lítið óþroskað fiðrildi sem er mjög upptekið af sjálfu sér. Svosum ekkert slæmt við það :)
Takk Ríkey og Ingvar. Ég heyri í þér Ríkey við tækifæri.
Hai Thorey!
Vildi bara fullyrda ad eg er saklaus af thessu kommenti ad ofan! En thessi Silke er abyggilega hid besta fidrildi og vona eg bara ad hun fljugi sem haist og frjalsast i framtidinni!
Bestu kvedjur og gangi ther vel med greininguna!
Bjössi saklausi
hmm hver er þá búinn með greiningu 4 og var í gautaborg í fyrra????
Önnur ágiskun er þá að þetta sé Alla
Sorrí fyrir ruglinginn, ég fylgdist með í gautaborg í fyrra úr níundu sætaröðinni við endamarkið, en ekki sem keppandi :) Vill svo til að ég tók greininguna með þér í dag, og fannst mér prófið ekkert smá erfitt. Ætla að taka fram að ég einn klappaði fyrir Birni í undanrásunum í gautaborg, en hann stóð sig að venju með prýði og náði PB. Ef þú lest þetta Bjössi þá var þetta vel, vel, vel hlaupið hjá þér.
en hver ertu??????
Ert þetta þú Fannar??
Tom heiti ég, var að bögga þig um daginn í dæmatíma í greiningu 4 (sítt hár, sítt skegg, það hlýtur að fara að rifjast upp fyrir þér...).
Já sæll og blessaður.
Ánægð með þig að hafa farið að horfa á mótið í Gautaborg í fyrra. Greinilega með áhuga á frjálsum íþróttum :) Frábært
Vona að prófið hafi reddast hjá okkur báðum í dag....
Hljómar áhugavert þetta heilsuhæli (o; en ég er saklaus bæði af því að hafa tekið greiningu 4 og að kunna ekki að skrifa nafnið mitt (o; Gangi þér vel bæði í prófunum og með æfingarnar, hlakka til að sjá þig stökkva hátt í sumar.
Sæl frænka, datt inn á bloggið þitt og vildi auðvitað skilja eftir kveðju.
Gangi þér sem allra best með prófin sem eftir eru og bara með allt sem þú ert að gera ;)
kveðjur frá Akureyri
Berglind Gylfa
Skrifa ummæli
<< Home