the
 
the
föstudagur, mars 23, 2007
Stutt stopp í LEV
Íslandsför mín endaði í gær. Hún tókst bara ágætlega. Náði að koma mér á skrið í skólanum og jafna mig aðeins í hásinunum. Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir Suður Afríku ferðina en ég fer á sunnudag. Fór í sprautur í dag og gekk það mjög vel. Fékk þó eitthvað vel af deyfilyfinu því fóturinn hreinlega sofnaði í um 2 tíma.

Er svo bara búin að vera að pakka og þvo í dag með smá myndavélakaupa pásu.. Fékk mér draumavélina, Canon eos 400D. Er að fara á svo framandi staði á næstunni að mig langaði að geta tekið flottar myndir. Suður Afríka, Osaka, Pekíng meðal annars. Svo hef ég alltaf haft gaman af ljósmyndun og ætla að fara að pæla meira í henni þegar ég klára B.s-inn núna í vor.

Setti smá klausu á thorey.net og einnig myndir frá mótinu í Bad Oyenhausen um daginn.
posted by Thorey @ 22:16  

1 Comments:

At 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og takk fyrir síðast ;) Góða skemmtun í S-Afríku og frábært þú hafir fundið þér góða myndavél- hlakka til að sjá myndir af öllum þessum stöðum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile