the
 
the
laugardagur, mars 10, 2007
4,25
Stökk 4,25 á 12 skrefunum, var bara sátt með það. Ég var að framkvæma nokkur stökk mjög tæknilega vel. Það sem ég var hinsvegar ekki sátt með var að hásinarnar versnuðu mikið. Þurfti að sleppa síðustu tilrauninni á 4,35 þar sem ég gat varla gengið. Ég verð bara að ná þessu drasli úr mér. Kem heim á mánudaginn með Kristni og Ölmu og ætla að fara í stíft nudd og hlaupa ekkert heldur bara lyfta á meðan.
Öxlin stóð sig með prýði þótt sum stökk hafi rifið vel í hana. Í dag er hún bara pínu aum en það jafnar sig strax á morgun. Mjög ánægð með það.

Verð heima til 23.mars en ég þarf að gera verkefni í skólanum og vinna upp gamlar skuldir þar. Hefur ekkert gengið neitt of vel að læra hérna í Leverkusen í vetur. Fer síðan þann 25.mars til Suður Afríku í 3.vikna æfingabúðir!! Það verður æði og enn meira æði ef hásinarnar verða komnar í lag.
posted by Thorey @ 08:05  

10 Comments:

At 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú meira vesenið á þessum hásinum hjá þér.
En gaman að þú skulir vera að koma heim. Látum "gömlu" splæsa dinner... :)
Kv. Albert

 
At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það verður nú aldeilis gaman að fá þig aðeins til Íslands !! Man ekki hvenær á mánudag þú kemur en ef þú kemur á skrifstofutíma þá endilega láttu mig vita og ég get komið í fríhöfnina og tekið á móti þér- já lúxus að hafa passa um allt :)

Góða ferð heim !

 
At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ gamla!
Gaman að sjá að þú ert farinn að stökva aftur í keppni:-)
Hlaka til að sjá þig stökva með eigin augum einhvern tíman í sumar!
Passaðu vel upp á hásinina, það er ekkert grín að vera með hana í fokki, ég er búinn að vera með hásina vandamál núna síðan í júlí á síðasta ári og þetta er skelfing!!
Farðu vel með þig og gangi þér áfram svona vel:-)
Kveðja Fúsi

 
At 7:09 e.h., Blogger Thorey said...

Já Albert dinner er möst....

Hugrún ég lendi um kl 16 með vélinni frá Frankfurt, væri gaman að sjá þig :)

Fúsi, gaman að heyra frá þér!! Já hásinaverkir og vandamál geta tekið endalausan tíma. Lagast þó vonandi á endanum.
Væri ótrúlega gaman að hafa þig á pöllunum á einhverju móti, væri til í að sjá þig spila líka :)
Gangi þér sömuleiðis vel.

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er yfirleitt í KEF til amk 16 en á mánudag þarf ég akkúrat fyrr í bæinn !- ætla hlusta á vinkonu mína flytja fyrirlestur þar svo þetta verður að bíða betri tíma ;)

 
At 3:36 e.h., Blogger Hildur said...

Flottur árangur hjá þér skvísa. Leiðinlegt að heyra þetta með hásinarnar...Vona að það kippist fljótt í lag. Góða skemmtun á Íslandi.

 
At 9:10 e.h., Blogger Björn Margeirsson said...

Til hamingju með frábært skref í átt að miklu hærri hæðum. Gangi þér vel með framhaldið!
Bjössi

 
At 9:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey
Góð byrjun og gott að heyra að öxlin er þokkaleg, nú er bara að koma hásinunum í lag. Sjáumst í Krikanum.
Kv. Heiða

 
At 1:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera farinn að geta stokkið, frábært að heyra.

Kv. Óli Tómas

 
At 6:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er frábært að heyra! Vona að þú náir þér af hásinarmeiðslunum

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile