the
 
the
miðvikudagur, mars 07, 2007
Allt að gerast
Stökk í gær á 12 skrefum í göddum og gekk það bara frekar vel. Finnst ég vera að detta í rythmann á þeirri atrennu. Fíla mig mjög vel allavega, sterka í atrennunni og tæknin er að koma hægt og sígandi. Fór 4,20 og er það hæðin sem ég fer oftast á þessarri atrennu á æfingu. Mjög sátt með að verða komin á gamla venjulega staðinn. Nú er bara að verða betri en það. Keppi eins og ég segi á föstudaginn á mínu fyrsta móti í 18 mánuði!!!! Hlakka rosalega til en hef ekki hugmynd við hverju ég á að búast.

Var enda við með 12 manns í mat hjá mér... Bauð hópnum mínum heim til að fagna gullinu hans Dannys, bætingu Silke og vinnunni hans Leszeks. Bauð upp á bara létta rétti vegna fjölda og plássleysis. Gerði kjúklingasalat með spínati, gulrótum, sólþurrkuðum tómötum, mango og avocado. Gerði svo kartöflugratín með smjördeigi, blaðlauk, hvítlauk og ferskri steinselju. Einnig var ég með mozzarella pinna, þ.e brauðbita, mozzarella og tómata á pinna. Í eftirrétt voru muffins og hringkaka sem ein sem æfir með mér kom með. Fannst þetta heppnast bara mjög vel og fólk fór sátt heim.

Skelli hér myndum inn af hópnum mínum svo þið vitið sirka með hverjum ég er að æfa. Það vantar bara Lars en ég held að það hafi nú verið mynd af honum hérna ekki svo löngu síðan. Við erum semsagt 12 íþróttamenn og svo Leszek. Fínn hópur en eins og þið sjáið þá er meirihlutinn ansi ungur. Danny, Lars og ég hækkum meðalaldurinn töluvert.


Þjálfarinn minn Leszek Klima og dóttir hans Anja (er ekki að æfa)


Danny Ecker


Silke nær og Floé fjær.


Parið í hópnum, Björn Venghaus og Michaela


Christian og Toby


Hendrik, Michael og Danny


Toby og meðleigjandinn minn hann Sebastian
posted by Thorey @ 21:11  

4 Comments:

At 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...


værum alveg til í svona hlaðborð!
Bíðum spennt eftir fréttum af föstudeginum.
M*P

 
At 10:15 e.h., Blogger Thorey said...

já ég skal reyna að gefa mér tíma í að elda kannski einu sinni handa ykkur meða ég verð heima...

Gaman að fá komment frá ykkur :)

 
At 11:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mmmmmm... ekkert smá girnilegt hjá þér allt saman. Ég fékk bara vatn í munninn.
kveðja Bryndís

 
At 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

svona mat máttu elda handa mér þegar þú kemur!!!

kv Karlotta

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile