föstudagur, febrúar 23, 2007 |
Vorið komið...? |
Hér er búið að vera sól og 13 stiga hiti alla vikuna. Maður vaknar bara orðið við sólargeisla og ég játa alveg að það hjálpar alveg við að standa uppúr rúminu á morgnanna. Get ekki beðið eftir sumrinu! Sól, útiæfingar og strönd í Suður - Afríku...
Fékk annars fyrstu hraðasektina á æfinni um daginn. Var flössuð á 60 þ.s hámark er 50 og það 2x í sömu vikunni á sama stað. Frekar fúlt. Það eru flassbox á nokkrum stöðum í borginni og ef maður keyrir of hratt þá taka þau mynd af manni. Alveg eins og boxin á ljósunum heima. Finnst alveg mega nota svona hraða flassbox heima líka. Sektin var 15 evrur svo ég get lifað með þessu. Gerist bara ekki aftur!
Er að hlusta mikið á Chris Cornell, live í Svíþjóð þessa dagana og verður diskurinn bara betri með hverri hlustun. Frábær við fyrstu hlustun er verður klikkaður! Mæli með honum.
Planið um helgina er að læra vel og kíkja til Kölnar með Irinu og Daniel. Við ætlum að labba uppí turninn á Köln Dom kirkjunni. Stuð.. :) |
posted by Thorey @ 14:50 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home