the
 
the
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Allt er þegar þrennt er eða?
Átján ára gifti Irina sig fyrst. Sá endaði í fangelsi eftir 3 mánuði. Hún sagði hann hafa drukkið mikið og verið ofbeldishneigðan. Stuttu seinna gifti hún sig aftur. Með þeim manni eignaðist hún Daniel. Hann var líka ofbeldishneigður og sló hana þegar hann var fullur. Loksins hitti hún þó góðan mann og átti í ástarsambandi við hann í 3 ár en sá maður var giftur og vildi ekki skilja. Þá ákvað hún að leita til Þýskalands. Sá maður er þó verstur af þeim öllum. Lemur hana þó ekki en beitir miklu andlegu ofbeldi.

Já ástin er ekki sjálfsögð. Mér finnst ótrúlega margir sem fatta það ekki. Gagnkvæm ást er ekki eitthvað sem finnst á hverju götuhorni. En þegar hún dúkkar upp þá á að passa vel upp á hana og rækta.

----------------------------------------------------------

Ég stökk í gær og gekk það bara ágætlega. Var bara á 8 skrefum aftur og í joggskóm. Ætla að fikra mig í 10 skref á næstu æfingu og jafnvel fara í gadda. Í lok næstu viku er svo markmiðið að fara í 12 skrefin. Vá hvað ég hlakka til!!

Angi er farin í til USA í næstum mánuð. Hún er bara að fara að ferðast ein um og heimsækja vini. Hún mun byrja hjá Yoo í L.A fara svo til San Diego, Las Vegas, San Fransisco, San Jose og Tucson. Þetta verður eflaust mikið ævintýri.

Jæja þotin á æfingu
posted by Thorey @ 08:36  

1 Comments:

At 9:36 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Gott að hún er loksins að losna, vona svo sannarlega að hún finni hamingjuna, á það svo sannarlega skilið eftir því sem þú hefur ljóstrað upp á þessari síðu!

Annars sammála með ástina. Þegar maður finnur hana fyrir alvöru á maður að gera allt sem í manns valdi stendur til að halda eins fast í hana og mögulegt er - ég stefni alla vega að því! Það er líka svo notalegt að vera svona fáránlega hamingjusamur að það hálfa væri sko meira en nóg :)

Gangi þér vel að stökkva :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile