the
 
the
mánudagur, febrúar 05, 2007
ÁI
Ég er að fara í endajaxlatöku klukkan 8 í fyrramálið og er að deyja ég kvíði svo fyrir! Það þarf að taka þá tvo í neðri góm núna því þeir eru farnir að þrýsta á taugina úr tönnunum við hliðiná. Hugsið því fallega til mín á morgun þriðjudag...

3.sprautan var í dag og gekk super vel. Þetta er þá síðasta vikan í viðgerðarstússinu og byrja ég á fullu í næstu viku. Ágætt að taka skorpu og ljúka mörgu af í einu. Öxlin er að verða eins og ný. Finn alveg svakalegan mun á henni eftir að hún fékk smá pásu greyið.

Er með kartöflugratín inní ofni. Er greinilega að verða meiri og meiri þjóðverji... bara kartöflur í kvöldmat :)
Verð að bæta samt smá próteini við og borða ég því tvö linsoðin egg með. Namminamm...
posted by Thorey @ 18:23  

6 Comments:

At 10:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff ekki gaman að fara í endajaxlatökur, ég hef upplifað það, svo þú átt alla mína samúð og ég hugsa til þín sérstaklega í fyrramálið. Gott að sprauturnar ganga svona vel.
heyrumst
Bryndís

 
At 12:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÆÆ...fúlt með tennurnar...gott með öxlina..
Gangi þér vel.. og bíta svo á jaxlinn ;)
Kv. Albert

 
At 3:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

oki ... áááiii... vonandi ertu með einvhern sem hugsar um þig... því þetta verður nú ekki gott.. hei og fáðu að eiga tennurnar... hahahah

Frábært með Öxlina...!

Gangi þér vel sæta mín!

Silja

 
At 10:54 f.h., Blogger Katrin said...

kartöflusagan minnir mig bara á matarboðið sem ég var boðin í til þýskrar vinkonu minnar, soðnar kartöflur með sinnepssósu (og svo rukkuð um 150 kr. eftir matinn hehe...)

 
At 3:29 e.h., Blogger Hildur said...

Mér finnst þú bara að verða meiri og meiri húsmóðir :) ekki þjóðverji :) Hlakka til að koma og fá að borða hjá þér :) Vonandi gekk endajaxlatakan vel. Sjáumst fljótlega

 
At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff ekki öfunda ég þig ! Slapp sem betur fer við þetta sjálf en vona allt hafi gengið vel***

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile