the
 
the
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Helgin
Eyddi helginni í Wiesbaden á balli íþróttamanna Þýskalands. Þarna voru 1800 manns í sínustu fínasta pússi og tókust herlegheitin mjög vel. Eins og þið sjáið þá kom Ronan Keating og spilaði í klst. Ég hef nú aldrei verið neitt voða fan en var auðvitað að fíla hann í botn þarna :) Hann er jú með nokkur falleg lög.

Í lestinni á leiðinni heim sá ég enn einn furðufuglinn (finnst mjög mikið um þá hérna). Það var maður sem stóð við dyrnar og var að lesa bók. Nema þetta var ekkert venjuleg bók heldur tónverk. Bókin var af stærð venjulegrar skáldsögu og tók hann 5 sekúndur að "lesa" hverja síðu. Í leiðinni flutti hann tónverkið fyrir okkur hin með líkamstjáningu. Hann hlýtur að vera einhver stjórnandi sinfóníuhljómsveitar því hann kipptist allur við eins og þeir og hreyfði höndina stundum svona fáránlega. Ég held jafnvel að hann hafi ekki gert sér grein fyrir þessum kippum sjálfur.

En hvað um það, þjóðverjar eru heimsmeistarar!!! Við hittumst hérna nokkur og horfðum á leikinn saman. Að sjálfsögðu hélt ég með þjóðverjunum þótt ég hefði alveg viljað sjá pólverjana veita meiri mótspyrnu. En þjóðverjarnir voru vel að titlinum komnir.
posted by Thorey @ 17:57  

1 Comments:

At 10:29 f.h., Blogger Hildur said...

Ég elska svona furðufugla :) Stytta manni stundir. Ég vonast til að sjá nokkra í lestinni á leiðinni til þín í næstu viku :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile