the
 
the
mánudagur, janúar 29, 2007
Hitt og þetta
Fór á handboltaleikinn í gær í Dortmund. Ísland á móti Þýskalandi. Það var rosa gaman en samt hálf leiðinlegt að þeir höfðu í raun aldrei sjéns. En maður skilur alveg að þeir voru að spara sig aðeins enda óþarfi að eyða orkunni í svona tilgangslausan leik í rauninni. Angi skellti sér með mér og við vorum samferða Steffi Nerius og Christine en þær gellur voru á einhverjum fríum VIP miðum! Bara glatað... Eftir leikinn voru þær svo bara saddar og sælar meðan ég og Angi vorum að deyja úr hungri þrátt fyrir appelsínuna og próteinbörin sem við vorum með í nesti...

Hitti nokkra Íslendinga og það er alltaf gaman. Hitti til dæmis Eddu Karen og fjölskylduna hennar en hún var með mér í fimleikum í löngu denn.

Undur og stórmerki eru að gerast þessa dagana. Fólk er bara að flykkjast í heimsókn. Það er í fyrsta skipti síðan ég flutti út fyrir 9 árum að einhver er að koma að heimsækja MIG!!! Þeir sem eru búnir að kaupa miða eru Hildur Jóna vinkona mín úr FG en hún kemur 15.feb með lest frá Danmörku þar sem hún hefur búið síðustu ár og svo koma Kristinn yngri bróðir minn ásamt kærustunni sinni henni Ölmu þann 8.mars. Ég er ekkert smá ánægð með þau. Það verður gaman að sýna þeim heiminn minn hérna.

Á morgun verða það sprautur númer tvö. Ég finn alveg fáránlega mikinn mun eftir fyrstu sprautuna þannig að ég er rosalega bjartsýn á framhaldið og algörlega viss um að þetta var rétt ákvörðun.

Skólinn gengur aftur á móti ekki jafn vel. Þetta verður samt lærdómsvikan mikla. Það er rólegt í íbúðinni þessa vikuna þar sem Angi er farin heim til sín svo ég verð að nýta tímann og læra vel. Handboltinn verður þó að fá sinn tíma en ég æfi núna bara 1x á dag útaf hásinunum þannig að ég ætti að ná að læra eitthvað. Læknastússið tekur samt alltaf fáránlega mikinn tíma frá mér en ég skal samt koma mér í gírinn. Ætla að taka stutta skorpu snöggvast áður en ég fer að sofa.

Góða nótt
posted by Thorey @ 22:04  

3 Comments:

At 2:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

iiiiiiiiiiiiiiiiii ég kom að heimsækja þig einu sinni!!
Fjeldsted

 
At 8:19 f.h., Blogger Thorey said...

þú komst, eins og Silja, að heimsækja völlinn minn og mig í leiðinni.... ;)

 
At 11:54 f.h., Blogger Hildur said...

Vá hvað ég hlakka til að koma. Ég er líka svo ángæð að druslast loksins af stað :) hihihi Sjáumst eftir rétt rúmar 2 vikur

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile