the
 
the
sunnudagur, janúar 21, 2007
Hetja eða skúrkur
Heimsmeistarkeppnin í handbolta er komin á fullt eins og þið öll vitið. Því miður gekk íslenska liðinu hörmulega í dag og von um frekari sigra á þessu móti nánast úti að mati marga. Þulurinn á ríkisútvarpinu var duglegur að rakka strákana niður sem maður svosum skildi enda staðan slæm. Einnig var hann var hann að missa sig úr spenningi og svo vonbrigðum þegar leikurinn var um það bil að klárast. Þulurinn notaði mikið setninguna um drauminn sem væri að verða að martröð. Þannig eru einmitt íþróttir, draumar sem rætast, eða draumar sem verða að martröðum, annaðhvort eru íþróttamenn hetjur eða skúrkar. Línan sem skilur þarna á milli er örþunn.

Mér verður svo oft hugsað til 4,55 stökksins míns á ÓL í Aþenu, og þeirra tilrauna sem ég fór yfir í 3.tilraun. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég rifja þetta upp. Línan á milli þess að fara heim ánægð eða með skömm var svo þunn að ég fæ hroll við tilhugsunina. Legg ég í þessa stöðu aftur?

Ég gat ekki annað en hugsað hvað íþróttir og keppnir geta haft mikil áhrif á fólk. Í sjálfri mér var hjartað að springa úr æsingi og eftir leikinn gat ég ekki annað en fundið mikið til með strákunum. Að fara heim á hotel eftir svona gengi er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir. Að bregðast sjálfum sér og öðrum er ein sú versta tilfinning sem maður getur fengið. Að setjast í mat og trúa því ekki að leikurinn/keppnin sé búin. Að hugsa um ekkert annað en að vilja endurtaka allt saman aftur.

Það er pressan sem maður setur á sjálfan sig og pressan sem almenningur gerir til manns sem stundum gefur manni hálfgerða köfnunartilfinningu. Áhyggjur af næstu stökkæfingu, atrennulengd og hæðum eru komnar vegna pressu. Að hoppa uppí rúm og draga sængina uppfyrir haus er auðveldur flótti en að horfast í augu við óttann er það sem við íþróttamenn elskum. Ég er viss um að það verður það sem strákarnir gera í kvöld og þeir mæti eins sterkir og ákveðnir til leiks á morgun og hugsast getur. Þeir hafa annan sjéns, þetta er ekki búið.

Þegar allt kemur til alls eru íþróttir bara leikur og til að hafa gaman af. Maður má ekki missa ekki sjónar á því að maður er að þessu fyrir sjálfan sig og engan annan, að maður sé að þessu af því að manni finnst þetta það skemmtilegasta sem maður gerir.

Sama hvernig leikurinn fer á morgun þá er eitt víst að strákunum tókst að skemmta okkur í nokkra daga. Þeim tókst að fá þjóðina vel uppá tærnar.
posted by Thorey @ 22:42  

5 Comments:

At 8:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú er ég alveg út að aka...við hverja voru þeir að keppa og hvernig fór leikurinn. Ég horfði bara á Dani taka Angóla menn í rass.... og það var ekki gaman að vera Angóla maður á vellinum. En já það er rétt. Þeir eiga annan sjéns og þeir verða alltaf strákarnir okkar þegar upp er staðið þótt þeir byrji sem skúrkarnir okkar...(hahaha) Annars rosalega góður pistill hjá þér. Hlakka til að hitta þig!! Knús

 
At 8:34 f.h., Blogger Thorey said...

Ég hlakka svoooo til að fá þig í heimsókn, dí það verður svo gaman!

En strákarnir voru að keppa við Úkraínu i riðlakeppninni. Þeir unnu Ástrala og hefðu helst átt að vinna Úkraínu til að komast í milliriðli en nú verða þeir að vinna Frakka í staðinn sem eru Evrópumeistarar og með mjög sterkt lið. Ég held reyndar að strákarnir séu alveg jafn góðir og þeir og geti alveg unnið þá. Þeir verða bara að grípa boltann...

 
At 8:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott blogg hjá þér sæta! Þetta er svo satt... Íslenska þjóðin og maður sjálfur setur alltaf svo mikla pressu á íþróttamanninn! og það er mjög erfitt að geðjast báðum aðilum!

Vertu dugleg sæta mín!
later
Silja

 
At 11:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Hildi Jónu, -góður pistill-
Við sem horfum á svona keppnir, viljum stundum gleyma því að íþróttamaðurinn hafi tilfinningar og okkur hættir til að skammast út í viðkomandi íþróttamenn. En ef einhver þekkir þessa líðan keppnismannsins ert það þú. En það er satt, það er oft örmjó þessi lína milli skúrks og hetju.
Kveðja
Mútta

 
At 4:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, nú er það svart, það er ljóst :)
Áfram Ísland....

Kv. Albert

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile