the
 
the
fimmtudagur, janúar 11, 2007
4m!

Svaf stórkostlega á nýju dýnunni minni og mætti fersk á stökkæfingu kl 9 í morgun. Fór í gadda og stökk af 10 skrefum og vippaði mér 4m. Ég á best ever 4,10 á 10 skrefum þannig að ég er að ná þessu smátt og smátt aftur. Á samt eftir að taka mikinn tíma að komast á lengri atrennu. En þolinmæði þrautir sigrar allar..

Við kvöddum Yoo karlinn í gær. Búið að vera frábært að hafa hann og mikið búið að hlægja síðustu vikuna. Þau komu öll í gærkvöldi og við elduðum Tortilla og Taco. Yoo sá um innkaupin og hann keypti 2,5 kg af hakki! Afgangurinn er semsagt það mikill að ég held við þurfum ekki að kaupa hakk það sem eftir er af árinu.



Angi, Yoo og Richi að gæða sér á góðgætinu



Yoo mun koma aftur í sumar til að keppa. Hlökkum öll til þeirra endurfunda. Reyndar 1,5 ár síðan við sáum hann síðast þannig að við hljótum að lifa af til sumarsins...

Í dag á ég eftir að fara í sjúkraþjálfun, klst svo hjá stöðuæfinga þjálfaranum og svo létta hoppæfingu með Leszek. Svo þarf ég að fara að koma mér aftur í lærugírinn.
posted by Thorey @ 11:40  

3 Comments:

At 8:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djö ertu dugleg skvísa :) Greinilega mjög gaman hjá ykkur. Knús

 
At 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hvað þetta er að koma hjá þér. Og nú er bara að harka af sér og klára síðustu önnina með stæl.

Kv. Albert.

 
At 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott sæta mín... 4 metrar... nú ertu ákveðin og fókused...

Keep up the good work!

Silly

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile