föstudagur, desember 15, 2006 |
|
Tími á blogg
Jæja kvefið er á undanhaldi og æfingar komnar á ágætis skrið að nýju. Búin að stökkva þrisvar hérna heima með hjálp Kidda og hefur það gengið vel. Ég er einnig búin að vera á fullu í sjúkraþjálfun með bakið og nárann og þvílíkur munur á mér. Ég hvíldi nú líka þarna fyrstu dagana heima og gaf þér mér hrikalega mikið, stundum er minna meira. Öxlin hjaðnaði eftir átökin úti og hlutirnir eru held ég bara að fara að smella. Hitti líka Ágúst lækni áðan og hann var alveg hissa á ástandinu. Fannst það gott. "Þú ert bara orðin mössuð"... sagði hann mjög hissa. :)
Prófundirbúningur gengur allt í lagi. Ég fer í próf á morgun og svo á fimmtudaginn og þá er ég komin í jólafrí. Það besta við prófin þetta árið er að þau hafa nánast engin áhrif á æfingarnar. Mæti orðið í Ásgarð með Bjögga og Lindu úr Breiðablik stundum á morgnanna og það er nú meiri snilldin. Ásgarður er mjög vel geymt leyndarmál. Svo rólegt þarna og maður borgar sig bara í sund og fær að fara í tækin og svo pottinn á eftir. Það lang besta við þetta að það er varla hræðu að sjá. Svo rólegt og yfirvegað.
Vildi bara láta vita af mér.. |
posted by Thorey @ 14:47 |
|
|
|
|
2 Comments:
Gangi þér virkilega vel í prófinu á morgun og svo í próflestri fyrir hitt prófið- alveg að verða búið ;)
poj poj...gangi þér vel með prófin :) God jul!!
Skrifa ummæli
<< Home