the
 
the
mánudagur, nóvember 20, 2006
3,70

Ráin hækkar alltaf örlítið en það gekk mjög vel að stökkva í dag þrátt fyrir að hafa ekki farið hærra. Náði einu algjöru draumastökki en hin voru svona í áttina. Ég stökk aftur af 8 skrefum og finn ég bara varla fyrir öxlinni orðið. Fer kannski að auka í 10 skref fljótlega. Persónulegt met af 10 skrefum er 4,10 síðan í fyrra.

Helgin var annars OFUR róleg. Meðleigjendur mínir voru báðir heima hjá foreldrum sínum þannig að róin var algjör hérna. Kveikti ekki einu sinni á sjónvarpinu heldur svaf bara og lærði, ásamt því að æfa. Ég veit ekki hvort þetta sé mjög sniðugt samt að gera gjörsamlega nánast ekki neitt því í morgun var ég eiginlega alveg jafn þreytt og á föstudaginn. Samt hálf notalegt að vera ekki í neinu stressi heldur reikna bara nokkur skemmtileg heildi...

Annars skal ég alveg játa að stundum pæli ég í hverskonar lífi ég er eiginlega að lifa. Lífið mitt snýst um að stökkva á einhverju priki. Mér finnst það nú eiginlega bara frekar fyndinn lífsháttur og í raun algjörlega tilgangslaus. Þarna er fólk úti að berjast fyrir næstu krónu í baukinn til að eiga ofan í sig og börnin á meðan ég er bara að hugsa um sjálfa mig og næstu æfingu, hvort ég eigi að taka 3 sett af klíni eða 4 sett.... Ég lifi í alveg ótrúlega vernduðu umhverfi og stunda þar að auki nudd og sjúkraþjálfun í gríð og erg. Eða jú, ég er þó atvinnuskapandi fyrir sjúkraþjálfarana... :)

Það er einmitt á svona undirbúningstímabili sem maður fær svona hugsanir. Tilgangur lífsins er bara að mæta á næstu æfingu og hanga þess á milli einn og yfirgefinn einhversstaðar í Þýskalandi fjarri fjölskyldu og vinum (og bráðum þrítug í þokkabót...). Á nánast ekki neitt og bý eins og unglingur. Hvað í andskotanum er ég að gera hérna???

Málið er að ég á alltaf svar við þessarri spurningu. Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri. Þvílík forréttindi sem ég hef að geta lifað í draumnum og njóta nánast hvers augnabliks. Eins og Sigrún Fjeldsted benti á um daginn á sínu bloggi þá eru bara alltof margir þarna úti sem þora ekki að stíga skrefið að draumnum sínum kannski af því þeim finnst hann tilgangslaus eða ekki gefa nógu mikið fyrir framtíðina. Ef það gefur manni sjálfum hamingju og skaðar engann í kring, er draumurinn þess virði.
Einnig veit ég að Silja er mikið í svona pælingum en við þrjár stöndum nánast í sömu sporum. Áður en ég fór á Ólympíuleikana síðustu sendi Silja mér bréf sem mér þykir alveg ótrúlega vænt um og hangir það hérna fyrir framan nefið á mér. Ætla að birta smá hluta úr því sem hún skrifaði á ensku en er eftir Ralph Maison:

If you can dream it, if you can imagine it, then you can be it, you can do it.
If its meaningful enough and you commit the energy of your passion, you will.
Many of the things you now take for granted were once considered impossible.
Many things now considered impossible you´ll one day take for granted.

Go ahead and dream,
go ahead and imagine.
Then get busy bringing those dreams to life.

You can do it, if you only will!!

Takk Silja mín, þykir vænt um þetta bréf :)
posted by Thorey @ 12:46  

7 Comments:

At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ Sæta...
Já við erum miklir spegúlerar þessa dagana! Við erum jú að fórna miklu, en eins og ég sagði á fyrirlestir um daginn, þá finnst mér ég eiga miklu meira en aðrir þar sem ég hef upplifað svo margt sem aðrir hafa ekki! og mun ég alltaf eiga það!

En vá áttu ennþá þetta bréf, þykir vænt um það... hehe að þú hafir geymt það! Man ég var heillengi að finna rétta textann í bréfið, las þetta fram og aftur...

Silja

 
At 3:42 e.h., Blogger Hildur said...

Vá ekkert smá sætur texti :) Hjartanlega sammála honum. Annars finnst mér þetta skemmtileg pæling hjá þér og svarið þitt er langbest!! Áfram Þórey!!

 
At 9:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi texti er ótrúlega fallegur og réttur ! : "alltof margir þarna úti sem þora ekki að stíga skrefið að draumnum sínum kannski af því þeim finnst hann tilgangslaus eða ekki gefa nógu mikið fyrir framtíðina. Ef það gefur manni sjálfum hamingju og skaðar engann í kring, er draumurinn þess virði."

Og maður á að gera það sem veitir manni hamingju eins og þú ert að gera- við eigum bara eitt líf og það er sóun að eyða mörgum árum í hluti sem okkur líkar ekki- ég ætla fara að reyna að fylgja þessu !


Hugrún

 
At 12:52 e.h., Blogger Thorey said...

Auðvitað á ég bréfið Silja! Flottur texti.

Og já Hugrún eins og þú heyrðir á mér um helgina þá er ég búin að vera að hugsa um svona lagað frekar mikið síðustu viku/vikur. Held maður eigi að hætta að spá og spegúlera of mikið heldur framkvæma bara. Ég hvet þig því eindregið til að fara í hjúkkuna ;)
Hvers virði er lífið ef maður ætlar að lifa því bara til að lifa því í stað þess að njóta??

 
At 12:58 e.h., Blogger Thorey said...

p.s það er þessi manneskja sem koma af stað þessum pælingum hjá mér. Held að alþjóð þekki hana orðið:

http://123.is/crazyfroggy

 
At 5:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ha...bíddu bíddu Þórey ertu að verða þrítug??
Ævar

 
At 8:22 e.h., Blogger Thorey said...

jebb... fædd 30.06.77 = þrítug á næsta ári :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile