the
 
the
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Fyrir áhugasama

þá hljóp ég 2x5x200m í gær með 2 mín á milli spretta og 6 mín milli setta. Tímarnir voru frá 37 niðrí 35,12 en flestir í kringum 36,5. Púlsinn fór heldur ekki yfir 173 svo ég er bara mjög ánægð með mig... Allavega sátt þar sem ég er nú stangarstökkvari en enginn hlaupari..

Annars er held ég kominn tími á að ég fari að segja ykkur eitthvað sniðugt. Bloggið mitt er orðið fullt af sjálfsæfingamonti og enginn sem nennir að kommenta... :( En svona er líf mitt eiginlega bara þessa vikurnar. Snýst allt um næstu æfingu og næstu bætingu, hitti bara sama fólkið og ekkert nýtt í gangi svosum.

Verð þó að segja eitt hérna ... Árni J í 2.sæti, fólk er ekki í lagi!!
posted by Thorey @ 14:08  

3 Comments:

At 4:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sammála - ekki í lagi með suma.

 
At 10:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bloggið þitt er ekki leiðinlegt engar áhyggjur. EN sammála með Á.J- ég ætlaði einmitt að fara að skrifa um þetta mál- er mjög hneyksluð !

 
At 2:30 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Þetta kom mér líka stórlega á óvart...
Það var einmitt grein í fréttablaðinu í dag um að hann væri augljóslega búin að afplána sinn dóm hjá fólki! Ég er nú kannski ekki alveg á því...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile