þriðjudagur, október 24, 2006 |
|
Fyrsta stökkið
var stokkið í dag :) Þetta var nú bara mini stökk, svona í stíl við bílinn "minn". Fór allavega í fyrsta sinn í gegnum fulla hreyfingu en bara með 4ra skrefa atrennu svo það var nú enginn hraði í þessu. En ég var samt brosandi út að eyrum með mína 3,20m sem ég fór yfir.
Bílinn fæ ég víst að hafa þar til ég fer heim um mánaðarmótin nóv, des. Þvílíkt frelsi sem ég hef með hann. Skellti mér ein í bíó um daginn... og jafnvel búin að skrá mig í Leverkusen. Ég átti nú að gera það fyrir 3 árum en gaf mér aldrei tíma í þann hjólatúr.
Svo það besta, ég fór í tvítugsafmæli um helgina síðustu!! Shitt hvað maður er orðinn gamall. 9 ár síðan ég varð tvítug. Æfingahópurinn minn er nánast allt nýir krakkar og allir 20-22 ára fyrir utan tvo sem eru jafngamlir mér. Mér var boðið með í afmælið og þrátt fyrir að vera nánast mamma þeirra skemmti ég mér bara ágætlega. Í framhaldi af þessu afmæli hef ég verið að pæla mikið í aldri og aldursmunum. Ég komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að ég er eiginlega bara á sama stað og þau í lífinu. Flestir mínir jafnaldrar eru komnir með börn og flestir giftir. Ég er bara ekki þar enn og því bara fínt að umgangast ungt fólk sem stefnir að því sama og ég næstu árin. ...29 á skírteininu, tvítug í anda.. |
posted by Thorey @ 11:20 |
|
|
|
|
5 Comments:
Hæ sæta mín,,,,, Þú ert náttlega bara duglegasti unglingurinn sem ég þekki, til lukku með fyrsta stökkið :)
Knús frá mér
Eva Lind
Hehehe takk skvís
Knús tilbaka
Hæ hæ
frábært að heyra að þú sért farin að stökkva aftur. Gangi þér vel með næstu stökk. Ég hlakka til að sjá þig í desember
kveðja þín frænka
Bryndís
Hæ.
Frábært að þú sért farin að stökkva aftur. Svona étur maður hval líka...einn bita í einu. Þú verður komin í 3.30 áður en þú veist af ;)... Gangi þér sem allra best.
Kv. Albert
Hehehe góð samlíking Albert :)
Takk
Skrifa ummæli
<< Home