the
 
the
föstudagur, október 06, 2006
Æfingabúðir í Spala, Póllandi

Nú eru 2 vikur bráðum síðan ég kom aftur til Leverkusen eftir 10 mánaða hlé. Það var skrítið að koma aftur, að taka upp hanskann í raun þar sem ég lagði hann frá mér einn nóvembermorguninn, en ánægjulegt. Þessar tvær vikur sem liðnar eru hef ég verið á fullu að koma mér bara fyrir og æfa jú smávegis bara sjálf. Á morgun hefst þó gamanið fyrir alvöru þegar 13 manna hópur fer til Póllands í viku í æfingabúðir. Í raun eru þetta endurhæfingarbúðir því við munum fara í kæliklefa á hverjum degi. Þetta er kæliklefi með -110 gráðu frosti. Inn í hann er farið í 2-4 mínutur í einu nokkra daga í röð. Þetta á að flýta fyrir endurhæfingu í líkamanum þ.e minnka bólgur og flýta fyrir bata á meiðslum. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þetta verkar á mig. Einnig munu hefjast skipulagðar æfingar í Póllandi. Ég er að fara með þjálfaranum mínum og æfingafélugum og eru þau að byrja að æfa núna eftir sumarfrí. Að sjálfsögðu mun ég hafa myndavél með í för og mun ég birta þær á thorey.net
posted by Thorey @ 19:35  

4 Comments:

At 10:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Brrrrrrrrrr.........
Mundu bara eftir húfunni ;-)

Kv. Albert.

 
At 8:51 f.h., Blogger Thorey said...

Já og ég er að spá í að taka dúnúlpu með mér þrátt fyrir góða spá. 20 stiga hiti á daginn en þó ekki nema 7 stig á kvöldin. Held ég þurfí þó dúninn til að ná í mig hita aftur eftir klefann..

 
At 9:37 f.h., Blogger Hildur said...

Þetta er rosalegt!! Vá ég byrja bara að hristast við tilhugsunina!! Góða ferð krútta :)

 
At 8:30 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Mér finnst -10 alveg nóg...

Góða ferð, skemmtun og gengi :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile