the
 
the
miðvikudagur, september 27, 2006
Gifting Mary og Chris í Burgau, Portúgal

Ég, My Angi og Christine fórum á miðvikudagskvöldi (í síðustu viku) til Portúgals. Við fórum til að vera viðstaddar giftingu Mary Sauer sem er stangarstökkvari frá USA og Chris sem er kírópraktor.

Fimmtudagurinn fór í æfingu og leti. Veðrið var ekki það gott þannig að það var gott að geta hreyft sig aðeins fyrir átið (eða það sem átti að verða át allavega).

Á föstudeginum var farið í siglingu á sjóræningjaskipi og tók önnur leiðin 2,5 klst. Þeir sem þekkja mig vita að það er nægur tími fyrir mig til að verða virkilega sjóveik svo í hálfleik ákvað ég að yfirgefa skipið bara og skellti mér í leigubíl heim. Lá svo við sundlaugarbakkann næstu 2 tíma meðan hinir "skemmtu" sér í siglingu. Ánægð með mig þar!



Jenny Adams, ég, Angi og Christine meðan allt var enn í gúddí

Á föstudagskvöldinu var farið út að borða og fengum við einhvern portúgalskan fiskirétt sem voru eiginlega bara hörpuskeljar með sósu og smá lauk og papriku. Þar sem ég borða ekki hörpuskeljar fitnaði ég ekki þetta kvöldið. Fórum síðan c.a 20 manns á einn bar sem var algjörlega tómur. Það var ekkert verið að hafa áhrifa á sig og bara skellti liðið sér beint á gólfið og var dansað og dansað og dansað. Aldrei vitað annað eins. Held þetta sé það næsta sem hægt sé að komast "gang bang-i" ef þið skiljið... hehehe Fólk raðaði sér í eina langa röð og dönsuðu þannig uppvið hvorn annan. Þessi fjölskylda og vinir frá Chris eru þvílíkir dansarar. Gjörsamlega dýrka að dansa. Rosalega gaman að því.

Á laugardeginum var síðan brúðkaupið. Mary var rosalega falleg og Chris líka ;) Kirkjan ótrúleg alveg. Eld gömul kirkja með engu rafmagni frá því um 1400. Spilað var á selló og fiðlu og vinkona Chris söng ótrúlega fallega. Þetta var þvílíkt amerísk athöfn, ofur væmin en falleg. Byrjaði á því að Pabbi Mary blessaði þau, þá blessuðu bestu vinir þeirra þau og svo sögðu þau sín vow (sín eigin orð til hvors annars) og á endanum komu mæður þeirra beggja upp og blessuðu brúðhjónin þær. Getið rétt ímyndað ykkur væmnina og tárin sem féllu frá öllum þessar stundir. Úffff



Á leið í kirkju



Á leið út í lífið

Um kvöldið var síðan heljarinnar veisla en enn og aftur fitnaði ég nú ekki. Við biðum í örugglega 3 klukkutíma eftir því að fá að setjast og borða. Borðhaldið tók c.a hálftíma og þá bara "jæja nú verður staðnum breytt í diskótek! Jibbí!!" Ég bara HA??, með hálfan kjúklinginn enn á disknum. Þeir eru sko ekkert að eyða of miklum tíma í sitja við borð og borða. Draslið var rifið í burtu og dansskórnir teknir fram. Ekkert minna dansað þetta kvöld en kvöldið áður.



Á sunnudeginum var plönuð strandferð og áttu allir að vera með í einhverjum "Adventure Game". Fólkinu var skipt niður í um 10 4ra manna lið og lenti ég með Chris. Það vantað sko ekkert upp á keppnisskapið í honum, gjörsamlega ætlaði að vinna svo ég var drullu stressuð yfir að klúðra þessu fyrir honum. Við fórum í gegnum flestar þrautirnar meiðslalaust og náðum að vera í frontinum. Svo kom að því að hlaupa upp einhverja brekku og ég æddi af stað berfætt. Ætlaði sko ekki að eyða dýrmæta tímanum hans í að reima á mig skó. Mér tókst að verða fyrst en fæturnir eru allir skornir. Fékk verðlaun á endanum fyrir brekkuhlaupið svo fórnin var þess virði..

Mánudeginum var einnig eytt á stöndinni. Æðislegir tveir dagar verð ég að segja. Dýrka að heyra í sjónum og sleikja sólina. Algjört frelsi. Þennan dag spilaði ég strandblak, strandtennis, synnti í sjónum og klifraði í klettum. Já öxlin er ölla að koma til mundi ég segja :)
Klettaferðin fór þó kannski ekki eins og ég hafði vonast. Við vorum að reyna að komast út í sjóinn hjá klettunum til að synda að öðrum klettum en þá datt Herra Ghostbuster (segi frá honum rétt bráðum) út í og var dreginn af öldunni. Ég, Miss Pamela Andersson, vildi að sjálfsögðu bjarga honum en var dregin út í líka. Skinnið af vinstri fætinum varð eftir á steininum. Ég er öll hrufluð og það er ekki sjón að sjá mig. Ég komst þó útí á endanum, synti að klettinum, klifraði upp hann (ca 4-5m) og stökk útí. HRIKALEGA GAMAN!!

En þá var komið að því að drífa sig í sturtu, pakka og bruna út á flugvöll. Frábærri ferð lokið.

En að Ghostbösternum. Þetta er ástrali sem hefur það að atvinnu að hrekja vonda orku og anda útúr húsum og jafnvel fólki.. Í Burgau sváfum við í 200 ára gömlu húsi og voru Chris og Mary í einu herbergjanna. Þau sváfu ekkert fyrstu 3 næturnar, bara í 20 - 30 mín í einu. Herra GB kíkir á herbergið og hárin á líkamanum gjörsamlega risu. Hann taldi gamla anda vera þarna inni og fór með svakalegt ritual til að hrekja þá út, hjálpa þeim að komast á annan stað. Það sem eftir var af ferðinni sváfu þau alltaf í 9 tíma straight. Trúið nú sem trúa vilja.
Einnig voru vinir Chris og Mary þarna sem höfðu reynt að eignast barn í heilt ár án árangurs. Þau kalla á GB og fyrsta sem hann segir þegar hann kemur heim til þeirra er að hún verði aldrei ólétt í þessu húsi. Hann fer með vísur og brennir kyndla og tveimur vikum seinna verður mín ófrísk. Jahá.

Þið getið tékkað á gaurnum hérna:

Herra Ghostbuster, Kim White

Einnig er fleiri myndir úr ferðinni hér
posted by Thorey @ 22:30  

2 Comments:

At 8:31 f.h., Blogger Hildur said...

Vá þvílíkt ævintýri og upplifun. Gaman að fá ferðasöguna :) Gangi þér vel með lærdóminn skvísa :)

 
At 1:44 e.h., Blogger Katrin said...

Shitt Þórey þú ert svo fyndin... líkingin við Pamelu stendur þó uppúr hahaha :D

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile