the
 
the
miðvikudagur, september 06, 2006
Leti

Ég hætti að vinna um mánaðarmótin og er búin að hafa það ofur gott síðan. Ég er ekki að fatta að sumarið sé búið. Þegar ég horfi tilbaka á það þá skil ég ekki hvert það fór. Ég var gjörsamlega á fullu allt sumarið. Byrjaði hvern dag milli 06 og 07 og var aldrei komin heim fyrr en um kl 20-22. Þá fór ég bara beint í rúmið. Ég fann samt ekkert svo mikið fyrir álaginu heldur naut hvers dags í rauninni. Já þetta hljómar kannski ótrúlega miðað við stöðuna á líkamanum á mér. Það er víst að það er hægt að láta meiðsli vinna með sér og nýta þau til að gera aðra hluti. Merkasta uppgötvun ársins hjá mér er einmitt sú að það er til líf fyrir utan sportið og ég kvíði nú engu lengur þegar sá tími kemur að ég leggi stönginni. Ekki skilja það svo að ég sé tilbúin til að hætta, langt í frá. Ég ætla að njóta þeirra ára sem ég á eftir í íþróttinni til fullnustu, kreista út síðasta sentimeterinn og opna síðan nýjan æfikafla með tilhlökkun en ekki hræðslu.

Ég hef líka verið að hugsa mikið um hvað það eru mikil forréttindi að geta menntað sig. Að geta hoppað inn í nýtt starf í því sem maður hefur verið að læra er ómetanlegt. Ég hefði ekki viljað vinna í prentsmiðjunni Odda enn eitt sumarið eins og ég gerði þegar ég var unglingur, ekki viljað afgreiða í búð eða vinna önnur leiðinleg láglaunastörf. Í staðinn fékk ég að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og leggja aura inn á bankabók :) Já það borgaði sig að hjakkast í náminu.

Nú eru bara 12 dagar þar til ég fer út aftur. Þá verð ég búin að vera heima í 9 og 1/2 mánuð. Það er yndislegt að hafa átt þennan tíma heima, hitt vini og ættingja, eignast nýja og hlaðið batteríin fyrir komandi ár.
posted by Thorey @ 18:00  

5 Comments:

At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei loksins fann ég þig hérna í netheimum... hehehe Takk æðislega fyrir bréfið sem beið mín um morguninn... ég var bara nývaknaður og þá sá ég fallegt bréf frá þér á borðinu mínu en þú varst bara farin.... vona að þú hugsir ennþá til mín... kveðja Darri á Laugarvatni múúaaaahahahahahhahahahahaha

 
At 3:00 e.h., Blogger Thorey said...

Nei þú... !! Verði þér að góðu segi ég nú bara, anytime...

Vona að þú svíkir mig ekki næst ;)

 
At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað mér líst vel á bjartsýnina í þér og ætla að taka þig sko til fyrirmyndar ;) Hittumst í vikunni

 
At 6:58 e.h., Blogger Thorey said...

Gaman að heyra það Hlín.

Já sjáumst í vikunni :)

 
At 6:58 e.h., Blogger Thorey said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile