the
 
the
mánudagur, maí 22, 2006
Komin til Leverkusen

Þessi mynd hérna að neðan er ekki alveg að gera sig svo eins gott ég bloggi eitthvað núna. Ég semsagt kom áðan "heim" til Leverkusen og fylgja því mjög blendnar tilfinningar. Auðvitað gaman að koma hingað og hitta fólkið en það eru allir í keppnisgír og í formi. Þoli ekki að vera formlaus!! Þolinmæðin þrautir vinnur allar eða?

Við Angi fórum og fengum okkur pizzu og kíktum svo á kaffihús. Hér er 20 stiga hiti og gott að rölta um bæinn. Það er þó frekar hvasst og engin sól og er spáð eiginlega þannig bara alla vikuna mér til mikillar mæðu því einn tilgangur ferðarinnar var að losna við kríuskitslitinn úr andlitinu..

En ég held að vikan verði góð. Ég er komin með ágætis æfingaplan sem er bara nokkuð krefjandi og ég hlakka til að fara að taka almennilega á því aftur. Hlakka til að komast í form.
posted by Thorey @ 17:47  

4 Comments:

At 11:02 f.h., Blogger Rikey Huld said...

Góða skemmtun úti í D-landi og njóttu 20°c því hérna er kalt og í gær féllu snjókorn í Rvk.

 
At 3:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og hó!
Gott að það er gott að þú ert komin þarna út! =O)
Ég segji eins og Ríkey...
Njóttu hitans....
Ég gróf upp snjógallann hans Kristófers í gær og fór með hann í leikskólann í morgun....
Maður var búinn að pakka honum í góðri trú...
Hafðu það gott dúllan mín...
Okkur hlakkar nú samt til að fá þig heim... manst loforðið ;O)
Kv
Rakelan

 
At 8:33 f.h., Blogger Hildur said...

Oh gaman að vera komin af stað aftur. Verst að þú verður ekki þarna aðra helgina í júní því ég er að fara keyra til Þýskalands og það hefði verið tilvalið að kíkja á þig í leiðinni.

Vona svo að sólin láti sjá sig. Þessir spámenn eru nú ekki alltaf sannspáir...

Knús frá mér til þín

 
At 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heppin þú, valdir algjörlega réttan tíma til að yfirgefa Ísland og kíkja til útlanda- veðrið hér er eins og vetrarvetur , kalt og vindur !! En já hlakka samt til að fá þig til baka til að sparka í rassinn á mér í ræktinni ;) Hugrún

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile