þriðjudagur, maí 02, 2006 |
|
Fyrsta skokk í 5 vikur og fyrsta prófi lokið
Fór í morgun í Laugar og skokkaði í fyrsta skipti í mjöög langan tíma. Formið er greinilega farið að leka af mér en ég trúi ekki öðru en ég verði fljót að koma mér aftur í form.
Fór svo beint úr Laugum í fyrsta prófið mitt sem var í Stál og Trévirkjum. Algjört maraþon próf og ég leit varla upp allan tímann. Náði að klára þó með herkjum og vissi af villum sem ég náði ekki að kíkja betur á.
Úr prófi var farið beint upp á safn og lært fyrir það næsta sem verður á fimmtudag. Það er töluleg greining sem er næst á dagsskrá en svo hef ég nokkra daga fyrir síðustu 2 prófin og get andað kannski í einn dag.
En, rosalega ánægð með skokkið (á ekki að skokka fyrr en eftir viku samkvæmt lækninum) en ég fann ekkert til :) |
posted by Thorey @ 22:52 |
|
|
3 Comments:
Dugleg að skokka skvís og til hamingju með að vera búin í fyrsta prófinu. Það verður gaman þegar prófin eru búin og þú getur farið að æfa á fullu. Farðu samt varlega af stað og hættu við minnsta verk...Okei!!!
Knús :)
Hey ég er að fara í tölulega greiningu með þér á fimmtudaginn (",) Ég er búin að vera að skoða gömul próf og ég held þetta verði allt í lagi. Sérstaklega ef maður veit hvar allt er í bókinn og er fljótur að fletta. Annars bara gangi þér vel með öll prófin, öfunda þig ekki að vera í svona mörgum.
Frábært að það gengur vel með öxlina (",)
kveðja Alla
Geri það Hildur.. lofa :)
Alla, mér finnst bókin reyndar frekar óljós en já er búin að kíkja á próf líka og reikna gömul heimadæmi síðan 2003.
Þetta ætti að reddast..
Sjáumst kannski :)
Skrifa ummæli
<< Home