the
 
the
laugardagur, apríl 15, 2006
Ferðin hefst

Þá legg ég í hann á morgun til Svalbarða á annarri hendinni.. Fatlinn mun að sjálfsögðu fljóta með og ég mun láta fara mjög hægt um mig þrátt fyrir að vera á Svalbarða enda að fara bara í hálfgerða prinsessuferð. Ég ætla að vera ofurdugleg að taka myndir svo þegar liður á vikuna megið þið búast við nokkrum hérna. Ég ætla ekki með tölvuna með mér en kemst kannski í tölvu þarna svo ég læt ykkur vita hvernig veðrið er :)

Já vikan tók óvænta stefnu hjá mér. Hélt ég yrði bara í vr-2 alla páskana en það heldur betur breyttist. Ég vona þó að prófin reddist.. úpps ekki alveg so sjor.

Öxlin er annars á góðri leið. Verkirnir orðin mun minni en þó er allra verst að klæða mig í og úr. Algjör horror eiginlega bara. Og svo er hræðilega vont að skrifa svo skólasetan fer ekki vel í mig. Fínt að fara bara til Svalbarða í staðin :)

Það er einhver voða fínn skóli þarna á Svalbarða sem ég ætla að kíkja á og jú bókasafn. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Svalbarða bendi ég á þessa síðu.
posted by Thorey @ 23:03  

4 Comments:

At 6:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís!
Vildi nú bara segja góða skemmtun á Svalbarða!
Finnst þú ekkert smá cool að fara á Svalbarða... ég hef nú bara komið í Grímsey og fannst það nokkuð cool....
En ætlaði líka að segja Gleðilega páska og hlakka til að heyra frá þér þegar þú kemur til baka.
Kveðja
Rakelan

 
At 9:58 f.h., Blogger Ólafía said...

Ég datt hingað inn fyrir algera slysni. Ég bjó á Svalbarða í 1 ár og verð að segja að þetta er magnaðasti staður á jörðinni að mínu mati. Það er skemmtileg tilviljun að síðan sem þú vísar á er greinilega unnin upp úr viðtali sem var tekið við mig eftir að ég kom heim frá Svalbarða.
Skemmtu þér vel á Svalbarða og skelltu þér endilega á Huset til að dansa, pubben til að borða pizzu og í göngu á Platofjellet.

 
At 7:26 e.h., Blogger Thorey said...

Vá gaman að heyra frá þér Ólafía og fyndið að hafa vísað á viðtal við þig. Þetta var nú meiri ferðin og ég mundi svo vilja vera þarna lengur og stúdera alla eyjuna. Ég náði nú ekki að gera neitt af þessu sem þú bentir á en mun vonandi fara þangað fljótlega aftur.

Takk kærlega fyrir kommentið

 
At 10:02 f.h., Blogger yanmaneee said...

lebron james shoes
jordan shoes
air yeezy
kobe 11
yeezy boost 350
kobe shoes
curry 7
balenciaga
balenciaga shoes
golden goose outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile