the
 
the
sunnudagur, mars 19, 2006
Vikan sem leið

var frekar annasöm. Skilaði brjáluðu verkefni á miðvikudaginn sem ég sat lengi lengi sveitt yfir og æfði bara alveg ágætlega. Síðustu 8 daga var ég með myndavélina meira á lofti en síðustu 4 mánuði og hér má sjá afrakstur vikunnar.

Við frjálsíþróttaskvísurnar kíktum örstutt niður í bæ á laugardagskvöld og var mikið fjör í bílnum. Held mun meira fjör en inn á skemmtistaðnum sjálfum. Veit ekki alveg hvað er í gangi hér en þó greinilega hressandi bílferð...


Hrefna er náttúrlega í algjörum sérflokki......


Ég bauð síðan fimleikaskvísum heim og tókst það svona upp og ofan. Jú í heildina held ég þetta hafi bara heppnast vel... eða hvað stelpur, urðuð þið veikar..? Ekki bökunarsnillingur hér á ferð en afmæliskakan (Betty) var hrisst fram úr erminni á augabragði. Takk stelpur fyrir frábært kvöld og til hamingju með afmælið María!!



Gullmolinn sjálfur átti líka afmæli, orðinn 2ja ára! Til hamingju karlinn minn. Ég vil líka óska Sölku Sól til hamingju með afmælið sitt en hún varð 3ja ára þann 14.mars. Hér er svo gullmolinn að kíkja í einn pakkann... svo mikið krútt



Að lokum er það hún mútta krútta sem varð 57 ára í dag. Hún er semsagt fædd 1949 og urðu miklar vangaveltur um aldurinn við morgunverðarborðið. Pabbi hitt algjörlega naglann á höfuðið þegar hann sagði: "'Úff mikið er ég fegin að vera fæddur 1950. Annars mundi ég aldrei muna hvað ég væri gamall...." Dúlli.. Útreikningarnir verða semsagt flóknari með aldrinum og ég sem er fædd 1977.. þetta verður stór vandamál. En, ég er í verkfræði svo námið mun vonandi koma að einhverjum notum í framtíðinni.
Familyafmælismatarboð sem var í kvöld má sjá á næstu mynd. Ætli þau káli mér ekki fyrir að setja þessa mynd hérna. En eru þau ekki sæt??



Til hamingju með afmælið mamma!!!
posted by Thorey @ 00:49  

9 Comments:

At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

aaaaahahaha mjöööög góð mynd af mér takk fyrir takk ;) held að partýið og bílferðin hafi verið mun skemmilegri en SKEMMTIstaðurinn! ;)

Ylfa.

 
At 8:21 e.h., Blogger Thorey said...

hehehe myndin er þó enn verri af mér.....

 
At 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með mömmu þína, skilaðu kveðju til hennar frá mér ;) kveðja Bryndís

 
At 10:35 f.h., Blogger Hildur said...

Ég er bara fegin að þú hafðir augun á veginum á fyrstu myndinni...tíhíhíhíhí...

Gaman að sjá svona margar myndir. Greinilega nóg um að vera í kringum þig.

Hlakka til að sjá þig og fá knús...

 
At 10:41 f.h., Blogger Thorey said...

Hlakka til að fá að knúsa þig líka :)

 
At 8:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sælar skvís,

.... og takk fyrir gott boð. Þetta var nú bara meira en gott hjá þér. Færð alveg 10 fyrir framtaksemina.

knús
Eva Lind

 
At 8:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sælar skvísí,

... og takk fyrir frábært heimboð. Þetta var nú bara meira en gott hjá þér og þú færð sko 10 fyrir framtaksemi ;o)

knús
Eva Lind

 
At 8:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jesús Pétur

Ég kann ekkert á svona dæmi hélt að fyrri skilaboðin hefðu ekki komið þannig að ég útbjó ný STEIK !!

kv. Eva Lind

 
At 9:22 f.h., Blogger Thorey said...

Takk Eva Lind :)
Gaman líka að vera allt í einu komin með 8 komment.. hehe Mátt alveg kommenta oft, meira að segja sömu skilaboðin :)

Ef ég fæ 10 fyrir framtakssemi þýðir það þá ég fái bara 5 fyrir gæði ;) ??

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile