the
 
the
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Vá liðin vika frá síðustu færslu..

Tíminn líður svakalega hratt þegar maður hefur nóg að gera. Höfuðið liggur í bleyti bæði vegna námsin og útaf öxlinni. Dagarnir eru orðnir þannig að ég fer að heiman kl átta og kem heim seint um kvöld, milli níu og miðnættis. Enda er hálfgjört crash í gangi núna, ligg bara í leti upp í rúmi og nenni ekki að gera neitt.

Var í brúðkaupi í gær og skemmti mér alveg svakalega vel. Svana gömul vinkona mín úr fimleikunum var að gifta sig. Þetta var nú held ég bara eitt skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef komið í enda skemmtikraftarnir ekki af verri endanum. Páll Rósinkrans, Bubbi Morthens og Í svörtum fötum!! Gerist það betra?? Held það verði erfitt að toppa svona dæmi.
Við Nína og Eva Lind kíktum svo á Óliver en orðnar mjög þreyttar enda byrjaði prógrammið kl hálf fimm.

Hér erum við Hildur E, Eva Lind, Elva og Nína

posted by Thorey @ 14:47  

3 Comments:

At 8:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sætar :) oh mig er farið að laga í brúðkaup í vinahópnum... anyone! ;)

Ylfan.

 
At 9:06 f.h., Blogger Hildur said...

Það er naumast!! Alltaf gaman að heyra frá þér dúlla :)

 
At 12:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nina - where have you been all my life?? Rrrrrrrrraaaaarrrrrrrrr!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile