the
 
the
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Eurovision

Ég hef svosum ekki mikið að segja um keppnina nema mér fannst Regína geggjuð og Silvía Nótt fyndin.

En að öðru í sambandi við keppnina. Símakosningin. 99 kr símtalið og yfir hundrað þúsund símtöl sem bárust. Þetta eru semsagt yfir 10 milljónum sem koma í kassa símfyrirtækja á einu kvöldi. Hvernig væri að láta ágóðan af svona kvöldi renna til góðra málefna? Ég hef stundum séð svona söngkeppnir úti og þá hefur ágóðinn runnið á góðan stað frekar en í vasa ríkra manna. Finnst hálf sorglegt að fólk sé tilbúið til að hringja allt að fimm sinnum inn og án þess að hugsa hverjum verið er að borga. Ég mundi pottþétt nýta öll mín fimm atkvæði ef einhver sem virkilega þyrfti á peningunum að halda fengi þá.
posted by Thorey @ 11:34  

11 Comments:

At 12:41 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Algjörlega sammála! Rugl að símafyrirtækin taki þetta bara í sinn vasa - algjört bull! Enda kýs ég eiginlega aldrei í svona dóti - geri einstaka undantekningu og þá kýs ég bara 1 sinni! Ég hef ekki áhuga á að styrkja þessi símafyrirtæki meira en góðu hófi gegnir!

 
At 3:05 e.h., Blogger Hildur said...

Góður punktur hjá þér. Ég hef bara aldrei spáð í þetta. En þetta er alveg rétt hjá þér. Mætti alveg láta ágóðan af símakosningu í Eurovision ganga til góðgerðarmála.

 
At 1:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fór þetta 100% til símafyrirtækjana? Yfirleitt í svona símakosningum renna hlutirnir 50/50 til símafyrirtækisins og svo til venue-sins. Tók RÚV ekki neitt í sinn hlut af símakosningu?

 
At 10:49 f.h., Blogger Thorey said...

já það gæti svosum verið. Væri gaman að kanna það.

Annars finnst mér að hluti megi alveg fara í góðgerðarmál. Idolið er mjög líklega að hala inn peninga úr símakosningum og svo núna Eurovision. Sitthvor sjónvarpsstöðin jú en sömu símafyrirtæki.

 
At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Rúv fékk sinn part og síma fyrirtækin tóku svo sinn part hvort.
Finnst þetta fáránlegt... er einmitt búin að vera að pæla í því að auðvitað á þetta að renna í ehver góðgerðarmálefni....
en annars er ég sammála með úrslitin... Sivlía var mjög fyndin en Regína mjög flott...
kv
Rakelan

 
At 8:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

7 millur í Silvíu Nótt hvað er að!?!?

 
At 11:04 e.h., Blogger Thorey said...

Algjörlega sammála!!

7 millur sem símafyrirtæki og Rúv fá fyrir Silvíu Nótt. Er þetta ekki bara ástæða fyrir því að hún var ekki dæmd úr leik.. nei kannski ekki. Heyrði að keppnin hafi kostað um 70 milljónir.

En kominn tími á góðgerðarsöfnun. Símafyrirtækin eru að fá allt of mikið í gegnum idolið og þetta.

 
At 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

is Eurovision popular in iceland?

 
At 9:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála, var sjálf að pæla í þessu- kaus ekki sjálf í hálfgerðum mótmælum ! Finnst lágmark að setja meirihluta peninga til góðgerðarmála ef á að rukka svona mikið fyrir hvert atkvæði.

 
At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Never mind Eurovision - I'm planning a trip to Reykjavik this summer and I need somewhere to crash in 101. Anybody have spare floor space..?

 
At 10:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mæli með að þú tékkir á Kompás klukkan 19:15 í kvöld á NFS (opin dagskrá) Þá verður farið í fjármálahliðina á Idol stjörnuleit, símakosningina og allt tengt þessu.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile