the
 
the
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Öxlin mín ekki góð

Ég fór semsagt í speglunina í gær og niðurstöðurnar voru frekar erfiðar. Liðbandið sem heldur kúlunni í skálinni er rifið frá og ljóst að það lagast ekki af sjálfu sér. Einnig athugaði læknirinn hvort ég fari úr lið og sú virtist raunin en þó fór ég sjálf í liðinn aftur. Þegar ég slasaði mig hefur það því líklega gerst að ég hef snúist úr lið en sjálf pompaði í hann aftur. Hann kallaði þetta áverkastig 2 af 3. Áverkastig 1 er ég með varanlegt á hinni öxlinni frá því í fimleikunum og gefur það mér því von um að geta lifað með áverkastig 2 einnig án þess að finna mikið fyrir því. Nú ef ekki, þá þarf ég aðgerð sem tekur a.m.k 6 mánuði að jafna sig á. Ég heyrði þó af undraaðgerð út í heimi sem gæti lagað svona lagað á hvorki meira né minna en 3 vikum svo ég ætla að sjálfsögðu að fara strax út í það að skoða það. Það mun þó kosta allavega hálfa milljón.... en peningar eru mér aukaatriði í þessu máli svo lengi sem ég mun getað stokkið aftur sem fyrst.
posted by Thorey @ 10:30  

20 Comments:

At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rosalega er leiðinlegt að heyra þessar fréttir. Vona bara að þú náir að jafna þig og getir farið að stökkva aftur sem fyrst.
Óska þér allt hins besta í þessu.
Kv. Albert.

 
At 2:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi ohhh Þórey mín!!!
Mikið er þetta leiðinlegt... fæ alveg tár í augun... En ég veit að þú ert svo sterk og kemur sterkari út úr þessu!
Lýst vel á að kíkja á þessa undraaðgerð og er sammála að peningar eru aukaatriði í svona málum!
Hugsaðu vel um þig skvís!
Silly

 
At 2:41 e.h., Blogger Thorey said...

Takk bæði tvö.
Ég mun ekki láta þetta stöðva mig. Ég ætla að verða betri í stönginni en þetta! Hætti þá bara ekkert fyrr en eftir ól 2012!!

Ég ætla líka að sjá hvort ég finni lækni í Þýskalandi sem getur gert aðgerðina í gegnum speglunartæki. Þá ætti þetta að jafna sig mun fyrr en á 6 mánuðum. Kostar þó líklega milljón sú aðgerð en hmm er ekki bankalán bara málið?

 
At 3:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú leikur þér að þessum meiðslum og mætir eitruð í sumarið.

 
At 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

EILIFAR BARATTUKVEDJUR!
Bjössi Margeirs

 
At 4:04 e.h., Blogger Thorey said...

Takk strákar, þykir vænt um að heyra frá ykkur.

 
At 5:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ömurleg staða en við verðum bara að vona það besta og finna besta lækninn með bestu aðferðina til að koma þér í lag ! Trúa bara á örlögin og að þetta muni verða í lagi fyrr en seinna .

 
At 6:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku dúllan mín!
Ég skal sko alveg fara með þér í fjáröflun... er í æfingu... ;o)
baka kleinur og snúða og allir að kaupa!
Ertu ekki til í það! ;O)
annað ((((((((((KNÚS)))))))))) frá okkur Dittó!
kveðja
Rakelan

 
At 6:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ þetta voru leiðinlegar fréttir. Samt gott að vita hvað er nákvæmlega að svo þú getir nú fengið rétta meðferð.

Batakveðjur, Alla

 
At 7:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æji, leiðinlegar fréttir!! Ég veit samt að þú munt gera það besta sem hægt verður að gera og koma enn sterkari út úr þessu!!
Sigrún Fj.

 
At 9:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En leiðinlegt að lesa þessar fréttir Þórey mín, ég vona að þú finnir sem besta lausn á þessu
bestu kveðjur Bryndís

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

við vonum það besta Þórey! ég ætla að tala við nokkra góða menn úti hjá mér og sjá hvort þeir geta líka bent á eitthvað. Læt þig vita ef eitthvað af viti kemur út úr því!
í sambandi við peningamál ef að til þess kemur að þú þurfir að fara í kostnaðarsama aðgerð þá að sjálfsögðu mundu allir þínir stuðningsmenn ganga í fjáröflunarmál og fá eitthver stórfyrirtæki til að borga brúsann...

Enga uppgjöf, gangi þér allt í haginn!
Ævar

 
At 11:01 e.h., Blogger Thorey said...

Æ takk öllsömul, gott að vita af ykkur þarna úti.

Og Ævar það væri frábært ef þú fengir álit þeirra á þessu máli. Þ.e hvaða aðferð er best við að laga svona.

 
At 9:23 f.h., Blogger Hildur said...

Elsku dúllan mín! Þetta var leitt að heyra. Hins vegar hef ég fulla trú á því að þú náir bata. Hvort sem það verði með aðgerð eða ekki. Knús og kram frá mér til þín. Heyri fljótlega í þér dúlla :o) Gangi þér vel og farðu varlega

 
At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Leitt ad heyra!
Gangi ther sem best i thvi ad koma thessu i lag :)

 
At 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tad er rosalega leidinlegt ad heyra tetta.
Eg vona ad tu nair i galdralaekninn og ad hann geti lagad tetta fyrir tig!!
Barattukvedjur fra San Diego :)
kv Kristin Birna

 
At 1:40 e.h., Blogger Katrin said...

Þú verður farin að stökkva áður en þú veist af :) Bara hugsa jákvætt, það læknar líka heilmikið...

 
At 2:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

leiðinlegt að heyra...gangi þér vel

 
At 12:10 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég get ekki líst því hvað ég var sár og svekkt þegar ég las fréttina í Blaðinu um hvað hefði komið úr út spegluninni. Eins og ég hef sagt við þig áður myndi ég glöð í hjarta ,,lána" þér axlirnar mínar!

Tek undir með hinum hér að ofan og væri meira en lítið til í að setja af stað fjáröflun til að koma þér í lag!

Veit að margir væru tilbúnir í að gefa smá af sér til að koma þér í topp-stand á ný!

Mótlætið herðir mann!

 
At 1:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg hef fulla tru a ter Thorey Edda, tu ert hetja. Godan bata, Lara Hrund.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile