sunnudagur, janúar 29, 2006 |
|
Hitt og þetta
Fyrst langar mig að benda ykkur á bakþanka Guðmundar Steingrímssonar í gær í Fréttablaðinu. SNILLD!
Í gær var dagur frjálsíþrótta í landinu. Stórkostlegt vígslumót fór fram í nýju höllinni og var skipulag þess til fyrirmyndar og gaman að fylgjast með spennandi keppninni. Hrikalega gaman að vera vitni að þessum degi þótt skemmtilegra hefði verið að vera með. Um kvöldið var svo uppskeruhátíð Frí og tókst líka vel til þar. Skemmtilegast fannst mér að sjá hve margir gamlir kappar voru mættir. Vona að svo verði framhald á og uppskeruhátíðin fari stækkandi ár frá ári.
Á morgun á ég að fara í speglun og er orðin frekar stressuð fyrir því. Óttast kannski ekki að eitthvað major sé að heldur meira stressuð fyrir að láta svæfa mig og tilfinninguna að vakna eftir hana. Úff. Hef einu sinni verið svæfð áður og fékk þvílíka ælupest útaf svæfingunni. Vona að ég þoli þetta betur á morgun. Svo á ég víst bara að liggja rúminu í tvo daga með svaka football umbúðir um öxlina. OJ er ekki að nenna því.
Ég reyndar vaknaði í morgun með geðveika hálsbólgu og er þvílíkt slöpp. Það væri nú alveg eftir því að ég yrði að fresta spegluninni. Bara búin að bíða eftir þessum tíma í mánuð en það er hrikalega erfitt að fá tíma.
Góða veðrið úti núna.... |
posted by Thorey @ 12:50 |
|
|
|
|
4 Comments:
Gangi þér rosalega vel í spegluninni. Ég hugsa til þín. Þetta mun allt ganga vel. Knús og kossar frá mér til þín :o)
Æ takk skvís :*
Gangi þér vel á morgun í spegluninni. Vonum það besta.
Kv. Albert
Takk Albert. Hefði svo viljað ljúka þessu af í dag en þarf víst að bíða í viku í viðbót. Sleppur þó alveg.
Skrifa ummæli
<< Home