the
 
the
mánudagur, janúar 23, 2006
Helgin

var hin rólegasta. Fór í bíó á föstudagskvöldið og sá Broakback Mountain. Hún var góð en þó eiginlega of róleg. Gerðist nánast ekkert í myndinni en þetta er áhugavert efni og einmitt að sjá hvað þetta var hatað á þessum tíma. Ég held að Bandaríkjamenn séu enn margir jafnviðkvæmir og árið 1963 og leggji hatur á samkynhneigt fólk.

Laugardagurinn fór í æfingu og lærdóm þótt minna hafi orðið úr honum en áætlað var. Sjónvarpið kallaði of oft og svo var mamma með veislukjúkling og bauð Kristni og Ölmu í mat. Í gær var svo kökuát hjá ömmu og afa en afi varð hvorki meira né minna en 85 ára. Geri aðrir betur!

Jæja ég held ég verði að fara að bretta upp ermar og hengja mig í lærdóminn. Er í fjórum fögum svo eins gott að fara að hætta að eiga líf. Skóli, æfing, borða, sofa byrjar i dag.
posted by Thorey @ 12:30  

3 Comments:

At 2:45 e.h., Blogger Hildur said...

Gangi þér vel með lærdóminn. Var að reyna spjalla við þig á msn áðan en það kom bara eitthvað rugl um að ég þyrfti að downloda einhverju til að geta spjallað við þig. Svo prófaði ég það og það gekk ekki. Allavega þá veistu að ég er búin að vera hugsa til þín. Vonandi gengur allt vel :o)

Knús og kram frá DK!!

 
At 9:45 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Já, Brokeback er dáldið mikið róleg en samt ofsalega góð! Fannst þeir leika mjög vel báðir tveir!

 
At 12:40 f.h., Blogger Thorey said...

Skrítið að þetta kom Hildur. Ég var bara away en ég sá að þú hafðir sagt hæ.

Já Hafdís þeir léku þetta svakalega vel og þetta var flott mynd.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile