the
 
the
fimmtudagur, desember 22, 2005
Jólin koma

Tveir dagar til jóla!!! Er ekki að fatta þetta.....

Framhaldið af draugasögunni síðan í síðustu færslu er nú bara það að það var mamma sem setti nýtt heimsmet í græjuslökkvun. Rafmagnið hafði semsagt farið af og þegar það kemur á aftur fara græjurnar víst alltaf í gang. Það tók mömmu semsagt 10 s að rjúka upp úr rúminu og fram í stofu til að slökkva. Og það klukkan sex um morguninn. Leynir á sér kellan :)

Prófið hefði samt alveg mátt fara betur. Pottþétt erfiðasta próf sem ég hef farið í vegna þess að það var alltof langt. Bara fáránlega langt. Það var enginn nálægt þvi að klára prófið þegar tíminn var búinn. Sjálf var ég að byrja á dæmi 2 af 5 þegar tíminn var hálfnaður. Frekar ansalegt að geta ekki sýnt kunnáttu sína vegna tímaleysis. Finnst það engan veginn sanngjarnt. Kennarinn lofaði þó að hækka okkur prósentulega upp eftir gengi allra. Vona þetta slefi hjá mér.

Er núna að fara í sjúkraþjálfun, æfingu og svo aftur í sjúkraþjálfun... ástandið á manni ...
Klára svo vonandi að kaupa jólagjafir í kvöld.
posted by Thorey @ 12:34  

3 Comments:

At 8:05 e.h., Blogger Hildur said...

Engar áhyggjur af prófinu. Þú ert svo gáfuð að þú nærð með stæl. En ég man að þú varst líka lengi í prófunum í FG. Hum... kannski af því þú kannt svo mikið og það tekur sinn tíma að koma þessu frá sér...

En gott að það eru ekki draugar þarna hjá ykkur...

Og gleðileg jól elsku dúllan mín :)

 
At 8:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jólakveðja til þín og þinna!

Hafið það svakalega gott.

Kveðja
Rakel og Kristófer!

 
At 12:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

golden goose outlet
yeezy
off white clothing
golden goose
supreme hoodie

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile