the
 
the
fimmtudagur, desember 01, 2005
Nýr megrunarkúr - lestarferð

Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja ykkur þetta en ég kem víst ekki heim fyrr en á morgun. Ég breytti miðanum hálftíma fyrir flug....

Svo er mál með vexti að ég þarf alltaf að fara með lest út á flugvöll. Ég og mín 50 kg erum reyndar ekkert alltof mikið að fíla það en við látum okkur hafa það. Þar sem mín 50 kg eru frekar breið og þung komust þau ekki almennilega inn í lestina svo ég þurfti að skilja þau eftir við hurðina á lestinni. Ég ætlaði bara að fylgjast bara með þeim allan tímann. Ég hélt ég væri í hraðlest sem tekur bara 1 klst út á völl en ég var í þeirri hægu. Sú lest þarf 2 klst svo ég var farin að missa athyglina á þeim 50 undir lokin. Á síðustu stöðinni fyrir mína stoppistöð kom maður til mín og sagðist eiga þetta sæti. Ég semsagt fylgdist ekki með töskunni á meðan ég skipti um sæti og missti því af því þegar fólk fór inn og út.
Árangur: Ég er 50 kg léttari!!!

Í töskunni voru allar jólagjafirnar, öll mín uppáhaldsföt, skartgripir, handtöskur og tonn af skóm... Svo auðvitað íþróttaföt fyrir æfingar í nýju höllinni.

Ég er þó heil á húfi og fegin að fyrst eitthvað þurfti að gerast að það hafi verið þetta.

Sjáumst á naríunum um jólin.
posted by Thorey @ 15:36  

8 Comments:

At 4:59 e.h., Blogger Hildur said...

Í alvörunni!!! Ég trúi þessu ekki. Greyið mitt!!! En gott að þú hefur húmor fyrir þessu, sjáumst á naríunum fannst mér alveg hrikalega fyndið.

Vonandi bæta tryggingarnar upp peninga missinn og þú getur þá skemmt þér við að kaupa allt upp á nýtt.

Heyrumst :o)

 
At 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ojjjjjjjjj....mig langar ad fara ad grata fyrir tina hond...ohhhh!! Tetta er hrikalegt..Vona svo innilega ad sa sem tok toskuna tina sjai af ser og sendi hana til tin, hun hefur vaentanlega verid vel merkt. Annars ma hann fara til h*l*i*i*!!!
Kvedja, Fjeldsted

 
At 5:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heheh... Sorry ... en eg get ekki annad en hlegid = serstaklega tar sem tu hefur godan humor fyrir tessu...
Jiii tetta er svona ekta sem gerist fyrir okkur trjar (vid og fjeldst.)
Er haegt ad fa svona ur tryggingum?
Heyrumst
Silja

 
At 8:05 e.h., Blogger Thorey said...

Takk takk já eftir að hafa svekkt mig yfir þessu í nokkra klukkutíma get ég ekki annað en hlegið núna því eins og þú segir silja þá er þetta svoooooo típískt!!

Annars hringdi í mig lítill engill (vörður á lestarstöðinni í Mainz) áðan og sagðist hafa fundið töskuna!!!!
Svo ég reyni aftur á morgun að fara heim með smá viðkomu í Mainz. Vona bara að sem mest er enn í töskunni.

Oh ég var svo ánægð :)

 
At 12:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hi thorey,

Giving up on the non Icelandic reading
people? :(

 
At 10:18 f.h., Blogger Ásdís said...

Omurlega leidinlegt med toskuna! Eg hefdi pottthett farid ad grata og frestad jolunum um ar :( En gott ad hun er fundin og vonandi er eitthvad i henni...

Asdis Joh.

 
At 4:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Just like a beautiful woman, eh? Can't understand a word they say :)

 
At 10:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff það er alveg hrikalegt að heyra þetta, en gott að þetta endaði þó vel, þ.e. ef allt er í töskunni ennþá. Velkomin heim, ég heyri í þér fljótt. :)
kveðja Bryndís

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile