the
 
the
þriðjudagur, desember 20, 2005
Skólajólafrí :)

Þá er ég loksins að fara í seinna prófiið mitt og hlakka mikið til að komast i frí frá lestri. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta próf fer í dag en ég er þó búin að læra helling og ætti nú að spjara mig. Reyndar er Straumfræðin ekki það einfaldasta....

Ég reyndar þjáist af svefnleysi. Búin að vera að læra til um 01 á hverju kvöldi en er svo vakin eldsnemma við gelt eða hvolpavæl. Í fyrrinótt svaf ég í 5 klst og núna í nótt í 4 tíma. Ég gat ekki sofnað í gærkvöldi, dreymdi svo hrífisstuðla og annað rugl í nótt og vakna svo kl 06 við að græjurnar fram í stofu fara á fullt. Hmm fannst það frekar scary og hef ekki enn þorað fram... Slökkt er þó aftur eftir um 10s en málið er að það er enginn 10s að drattast fram úr rúminu til að slökkva, né að einhver eigi að vera vakandi á þessum tíma.

Ég er ný búin að sjá myndina um Emily Rose og lesa um andsetið fólk og draugagang í fréttablaðinu. Já það var heil opna um þetta núna um helgina. Oh hefði aldrei átt að sjá þessa mynd, mæli engan veginn með henni.

BBBBBÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
posted by Thorey @ 07:16  

5 Comments:

At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta ! TIL HAMINGJU MEÐ AÐ vera búin í prófum !!!!!! En já best að skella sér að kaupa jólagjafir áður en ég mæti í vinnuna, og já hohohohohoh ég er sko ánægð núna :) :) :) og þú veist um hvað ég er að tala , allt gekk frábærlega ! ;)

 
At 4:10 e.h., Blogger Thorey said...

YESS flott Hugrún! Gaman að heyra að allt fór vel ;)

Oh já takk fyrir, ég er svo fegin að vera búin en prófin!!!

 
At 8:41 e.h., Blogger Hildur said...

Til hamingju með að vera búin með prófin og komin í jólafrí...

Já maður á ekki að horfa á draugamyndir...Það geri ég alla vega ekki

 
At 12:37 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Til hamingju með að vera komin í jólafrí. Og varðandi draugamyndir þá eru alltaf til einhverjar skýringar á öllu:) til dæmis með græjurnar hafa þær ekki bara verið stilltar á svona timer eða eitthvað. Miklu betra að trúa því annars verður maður bara myrkfælinn, hehe;)
Kveðja frá þessari myrkfælnu í fjöllunum;)

 
At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hej Thorey,

Season's greetings to you from London. Warm wishes and happy thoughts this Xmas!

Here's hoping you won't forget to translate for us poor unfortunate Anglophones in 2006!

GOD JUL EVERYONE :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile