sunnudagur, desember 04, 2005 |
|
Taskan fundin - komin heim
Ég fékk símatal um kvöldið eftir ævintýrið með töskuna en þá hafði maður frá lestarfélaginu fundið töskuna á lestarstöðinni í Mainz. Það er einmitt stöðin sem mig grunaði að þetta hefði gerst á því þarna þurfti ég að skipta um sæti og missti því sjónar á töskunni í 20 mín. En ég sótti hana svo daginn eftir á leiðinni út á flugvöll og mér tókst að koma þessum tonnum mínum af farangri heim.
Ég þurfti reyndar að borga smá yfirvigt en ég verð nú að segja að ég slapp töluvert vel frá því öllu. Þetta var einhver þýsk gribba sem var að tékka mig inn og var ekki par ánægð með magnið hjá mér. Mér tókst þá að lauma einni töskunni sem var full af skólabókum og öðrum þungum hlutum til eins manns sem var að fylgja einum öðrum út á völl. Hann semsagt faldi töskuna fyrir mig á meðan ég tékkaði hitt allt inn. Borgaði yfirvigt fyrir 4 kg eftir mikið suð og heljarinnar hvolpasvip :)
Helgin var svo fín. Fór á föstudagskvöldið í TMC hitting og lá svo í leti það sem eftir var helgarinnar. Er núna loksins þó að byrja að læra. |
posted by Thorey @ 12:36 |
|
|
|
|
3 Comments:
Mikið er gott að taskan þín fannst hjá frekar góðum manni. Vonandi var ekkert af gjöfum eða öðru farið úr henni..... Og velkomin heim Þórey
www.einarvillti.gsmblogg.is
Oh hvað þetta er gott að heyra. Þú ert ekki bara óheppin að týna töskunni heldur líka alveg ótrúlega heppin að fá hana aftur og sniðug með að láta kallinn geyma töskuna fyrir þig á meðan þú tékkaðir inn.
hafðu það gott á íslandi og gangi þér vel við lesturinn
gott ad tosku grey-id kom i leitirnar vonandi ertu tha fullbuin fyrir jolin
Hlakka til ad hitta thig i nattfotunum milli jola og nyars
kveda
Aiggi og Jonina :-)
Skrifa ummæli
<< Home