the
 
the
laugardagur, janúar 21, 2006
Konur án landamæra

Þá er komin vika síðan ég bloggaði. Ekki alveg að standa mig í þessu. Ég hef svosum gert ýmislegt síðustu vikuna þótt ég hafi ekkert bloggað.

Ég lenti í mjög áhugaverðu viðtali. Í desember var haft samband við mig frá samtökunum Women without borders en þær vildu hafa mig í bæklingi sem mun fjalla um konur allstaðar að í heiminum sem stunda íþróttir. Til dæmis voru þær á leiðinni héðan til Saudi Arabiu til að taka þar viðtal við eina mjög hugrakka konu sem vildi stunda íþróttir í þeim karlaheimi.

Þær eru staddar hér á ráðstefnu um Sport Media and Stereotypes en það er ráðstefna um hvernig fjölmiðlar fjalla um íþróttir kvenna. En aðeins 9% íþróttafrétta í evrópu er um kvennaíþróttir. Ég held að hluti ástæðunar sé að fréttamennirnir eru flestir karlkyns.

Í Þýskalandi er íþróttablað sem heitir Sport Bild. Ég hef stundum reynt að fletta þessu þegar ég er að borða hádegismat ein á einum ítölskum veitingastað við völlinn. Ég enda alltaf í vondu skapi því blaðið er um það bil 80 bls og 3 bls eru um kvenmenn og þá er oftast ein mynd af íþróttastelpu í einhversskonar sexy fyrirsætustellingu. Þegar ég kem út aftur ætla ég að athuga hverjir skrifa greinarnar. Hvað ætli það séu margir kvenmenn sem vinna við blaðið??

Kannski maður eigi að fara útí íþróttafréttamennsku seinna meir.....

Hér er vefsíða þessara samtaka Women without Borders
posted by Thorey @ 11:40  

3 Comments:

At 12:30 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég sá einmitt frétt frá þessum fundi í sjónvarpinu í gær. 80% íþróttafrétta fjalla um knattspyrnu karla! Það var einmitt líka minnst afgerandi hlut karlkyns íþróttafréttamanna og að það væri einmitt líklega skýringin fyrir þessari litlu umfjöllun um konur!
Ég hef lengi ætlað að verða íþróttafréttamaður - kannski ég standi bara við það og breyti þessu hlutfalli!

 
At 1:37 e.h., Blogger Thorey said...

Já við eigum pottþétt að fara í þennan geira og breyta þessu. Þú værir örugglega þvílíkt góð í þessu!!

 
At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thetta er mjog ahugavert! Eg hef ekki heyrt um thessi samtok adur... En ja, eg er sammala og held ad astaedan se skortur a kvenkynsithrottafrettamonnum. Va langt ord...

Asdis Joh.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile