the
 
the
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Tjáningsfjötrar

Það er eitthvað svo margt sem mér liggur á hjarta um heima og geima að ég veit ekki hvar ég á að byrja, á hverju ég á ekki að byrja og hverju best er að enda aldrei á. Einhvern veginn kem ég mér því ekki í að segja neitt.

Ég get þó sagt ykkur að ég er með nýja diskinn frá Hjálmum á leisinum og er hann alveg svakalega góður. Þeir venjast mjög vel. Ég á fyrri diskinn líka en var ekki að fíla hann til að byrja með en finnst hann frábær núna. Þessi nýji er sko ekki verri.

Mig langaði að koma með annál um síðasta ár og birta hér (svo ætla ég að fara að virkja thorey.net meira) og mun vonandi gera eitthvað svoleiðis sniðugt um helgina. Ég er þó að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að nenna að skrifa eitthvað eða bara birta nokkrar myndir af mínum eftirminnilegustu atriðum. Sé til.

Ég er búin að breyta flugmiðanum mínum til 20.janúar svo ég verð föst hér á skerinu í nokkrar vikur í viðbót mér eiginlega til mikillar mæðu. En best að reyna að gera bara sem best úr hlutunum.
Djammið í kvöld?
posted by Thorey @ 23:16  

8 Comments:

At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey Thorey,

Are you going to be competing at Crystal Palace this year?

 
At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ Þórey
Gleðilegt nýtt ár og finnst þú ert föst hérna þá ætlaði ég bara að spyrja hvort þú kíkir ekki á árshátíðina hjá Björk???? Algjört must!!! Vonandi sjáumst við þar, Benna :-)

 
At 2:02 e.h., Blogger Thorey said...

Crystal Palace depends on Ian. Hope I´m there.

Jú Benna það er bara aldrei að vita. Væri sko alveg til!!

 
At 3:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjálmarnir klikka ekki!!!

kv.ghj

 
At 4:12 e.h., Blogger Thorey said...

Já þeir eru góðir.

Jafn góðir og "frumsamda" ljóðið þitt!! hehe

 
At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta!
Vá.... fyrstu 3 línurnar í þessu bloggi gætu nú bara verið skrifaðar af mér!
Akkúrat það sem ég er að upplifa þessa dagana og ekki nógu vel :o(
En langaði að segja TAKK fyrir frábært gærkvöld!
Snilldin ein þó að fýlupúkinn ég hafi næstum náð að skemma það með þrjóskunni í mér... :oS
Love you!
Kem dagatalinu til þín fljótlega.
kv
Rakelan

 
At 4:00 e.h., Blogger Thorey said...

Já takk sömuleiðis fyrir gærkvöldið. Mér fannst æði að hitta ykkur.
Ég held við verðum að hittast og jarða þessa fýlupoka í sameiningu..

 
At 5:17 e.h., Blogger Hildur said...

Brostu dúlla :)

Knús frá mér til þín. Vona svo sannarlega að við munum hittast á árinu. Er virkilega farið að langa í eitt knús :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile