the
 
the
mánudagur, janúar 02, 2006
Starfslokasamningur hjá FL group

Má til með að tjá mig örstutt um þetta mál. Ég er sammála Jóhönnu þegar hún segir að ef fyrirtæki hefur efni á að gera 300 milljóna króna starfslokasamninga þá held ég að landinn ætti að krefjast lægra fluggjalds eða velja samkeppnisaðila.

Ég var í auglýsingu fyrir flugleiðum í kringum ólympíuleikana í Aþenu sem var heilsíðuauglýsing birt nokkrum sinnum. Ég fékk ekki krónu fyrir!!! Ég fór í þetta því ÍSÍ er með samning hjá þeim og gátu þeir þvi sent mig í þetta. Ég gerði þetta í glöðu geði fyrir ÍSÍ en hélt nú að flugleiðir gætu gert mér kannski pínu greiða eins og að gefa mér kannski eitt stykki flugmiða heim. Nei það var ekki hægt....
Ég talaði sjálf við markaðsstjóra þeirra og þeir sáu sér ekki fært að gefa mér einn flugmiða!!!!

Ég vildi svo gjarnan kaupa miða af samkeppnisaðila. En hver er sá aðili? Er það ekki bara icelandexpress sem flýgur? Það er einfaldlega of mikið vesen fyrir mig að fljúga til london með mín 50 kg, ná í draslið og tékka það inn 5 klst seinna. Ég einfaldlega neyðist til að velja flugleiði.

Svo eru gerðir 300 milljóna króna starfslokasamningar!!!! Á ekki til orð.
posted by Thorey @ 23:09  

11 Comments:

At 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að kommentaleysi/leti fólks sýni einmitt þverskurð þjóðfélagsins. Flestir hneykslast rosalega en nenna ekki að velta sér upp úr því og láta allt yfir sig ganga ! Það FAUK í mig að heyra þessa frétt- þvílík spilling og enginn segir neitt svipað og með olíufélögin og allt hitt. Ef fleira heiðarlegt og réttsýnt fólk færi á þing bætti breyta ýmsu (þó kannski ekki þessu enda ekki ríkisfyrirtæki- spurning samt um að setja hömlur á hámark milljóna í starfslokasamningum !)

 
At 5:01 e.h., Blogger Thorey said...

Sammála!!
X-U
;)

 
At 7:58 e.h., Blogger Hafdís Ósk said...

Ég var líka svakalega hneyksluð á þessu - þetta er náttúrulega algjört bull!
Skil ekkert í þeim að geta ekki gefið þér einn miða fyrir að vera í auglýsingu frá þeim - fáránlegt!
Flýgur IcelandExpress ekki til Frankfurt-Hahn? Þú kemst ekkert þangað?

 
At 10:27 f.h., Blogger Hildur said...

Oh já hvað ég skil þig vel!!! Ég flýg alltaf með express og ætla að halda því áfram...

 
At 3:45 e.h., Blogger Thorey said...

þeir fljúga til Hahn á sumrin en ekki yfir vetrartímann...

 
At 5:02 e.h., Blogger Ásdís said...

Ja thetta var alveg otrulegur starfslokasamningur, madur skilur ekki hvad er ad gerast tharna....

 
At 2:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmm já sem mjög smár hluthafi getur maður ekki glaðst yfir þessum upphæðum, þó svo að SH eigi alveg skilið að fá góða umbun fyrir sitt starf. Annars er markaðurinn opinn fyrir samkeppni og hún er yfirleitt á sumrin. Í sumar verða td fjögur félög að fljúga hingað sem ég man eftir, en sennilega erum við of fá og með of lítinn markað til að fá þau fleirri og lengur.

 
At 12:20 f.h., Blogger Thorey said...

Já á sumrin reyni ég að fljúga með LTU en þeir fljúga frá Düsseldorf sem er rétt hjá mér. Gallin er samt sá að það er næturflug frá Kef til Düs og er maður því mjög þreyttur þegar maður kemur út. Verðið er samt hagstætt og þeir taka stangir án nokkurra vandamála svo mér finnst gott að fljúga með þeim.
Má ég spurja hver þú ert?

 
At 12:21 f.h., Blogger Thorey said...

Ef ekki, þá takk samt fyrir að kommenta :)

 
At 5:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey ég heiti Einar og er svona ja... undirstjórnandi hjá Airiceland þe. ég er með þrjá millistjórnendur í framkvæmdarstjóra (forstjóra) félagsins. Nú í dag kom ein sterkasta stéttin innan FL Group, þe Fl Group Travel,(sennilega! er ekki mað allt skipulagið á hreinu ennþá) með sín skilaboð til yfirstjórnarinnar. Við ræðum ekki við ykkur áfram!! Ástæða! Starfslokasamningar!!! Það þarf svo sem enginn að vera hissa en ég segi bara það sem er komið í fjölmiðlum annars má reka mig!
Á persónulegum nótum fylgist ég nokkuð vel með þér enda ein af mínum uppáhalds íþróttastjörnum.

 
At 11:12 f.h., Blogger Thorey said...

Sæll Einar og takk kærlega fyrir að fylgjast með mér :)

Það er nú líka gott að heyra að það virðist ekki vera 100% sameining um þessa starfslokasamninga innan geirans...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile