the
 
the
sunnudagur, janúar 01, 2006
Gleðilegt ár!!!!!

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið. Takk fyrir samfylgdina og kommentin. Megi þau verða fleiri á næsta ári ;)



Ég átti mjög róleg áramót með mömmu og pabba. Við borðuðum lambalæri sem var hrilalega ljúffengt og svo var auðvitað hakkað í sig súkkulaði, kaffi og ís...
Við pabbi röltum svo upp á eina hæð hérna í nágrenninu rétt fyrir miðnættið og fylgdumst með þessari svakalegu flugeldasýningu landans. Ótrúlegt hvað fólk eyðir í rakettur. Það góða við þetta er að þetta er þó gott málefni.

Eftir miðnættið horfði ég svo á "The million dollar baby" og þvílíka myndin það. Ekki beint svona motivation mynd.... frekar að maður hugsi sinn gang og fari í pælingar eins og af hverju í fjandanum er ég að hætta lífi mínu í íþróttir eins og stangarstökk. Það þarf nú ekki að koma mikið upp á til að enda eins og aðalpersóna myndarinnar. Ein stelpa sem ég þekki í stönginni, Annika Becker, hætti einmitt eftir að hafa verið mjög nálægt því að enda eins og Maggie. Annika tekur ekki í mál að taka áhættuna lengur.
Spurning hvort þetta hafi verið rétt leið til að byrja árið... hmmmm

Jújú ég trúi því að þetta verði rosalega gott ár. Löngunin til að stökkva hefur aldrei verið meiri (allavega fyrir bíókvöldið í gær) og ég hef aldrei notið þess eins mikið og núna að vera í þessu. Þetta eru ár sem munu aldrei koma tilbaka og það er eins gott að njóta þess og hafa gaman af á meðan er.
posted by Thorey @ 15:02  

1 Comments:

At 12:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég djammaði ekkert um áramótin, var þess í stað hjá Ragnheiði vinkonu minni og við spjölluðum til 04 ! Ótrúlega skrýtið, ég nennti ekki út ! En já fer suður á eftir með bíl, hlakka til að sjá þig :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile