| 
                        
                          | þriðjudagur, desember 27, 2005 |  
                          |  |  
                          | Æfingar og afslappelsi 
 Spurning hvað maður eigi að vera að blogga mikið í þessum ham sem ég er í akkurat núna....
 Ætlaði að fara á æfingu inn í nýju frjálsíþróttahöllinni en fékk ekki að fara inn því það væri nú svo kostnaðarsamt að hafa eina manneskju á æfingu í salnum.  Ég velti því nú fyrir mér hvað það kosti að hafa hann tómann allan daginn!! (Var búin að fá leyfi)
 Það er nú samt búið að leiðrétta þennan "misskilning" og ég á að fá að fara inn næst.
 
 En jæja ég skal reyna að róa mig aðeins.
 
 Jólin eru búin að vera rosalega fín.  Fjölskyldumatarboð í gær og fullt hús af ættingjum :)  Svo er ég bara búin að vera að æfa, horfa á sjónvarpið og að lesa.  Voða næs.  Ég held það  verði engin breyting á því plani næstu daga.  Reyndar verð ég að fjárfesta í náttfötum þar sem ég er að fara í náttfatapartý með TMC meðlimum á fimmtudagskvöld.  Ég veit, við erum svo miklir nördar!!
 |  
                          | posted by Thorey @ 14:44   |  
                          |  |  | 
1 Comments:
úff... spurning hvort maður eigi nokkuð að segja frá þessum nördaskap hehehe ;)
Skrifa ummæli
<< Home